KVENNABLAÐIÐ

Björguðu bæði konu og hundinum hennar úr sökkvandi bíl

Í nýlegum flóðum í Louisianaríki í Bandaríkjunum ríkir enn mikil neyð. Sögulegt flóð vegna mikilla rigninga olli því að um 20.000 manns hefur verið bjargað frá sökkvandi heimilinum og sér ekki enn fyrir endann á þessari stórhættu sem borgarar Baton Rouge eru í. Hefur flóðið verið á leiðinni í heila viku – mjög heitt loftslag og mikill raki hefur ekki hjálpað til.

Í þessu myndbandi má sjá mann bjarga konu úr sökkvandi bíl. Þegar hann hafði náð henni upp sagði hún: „Hundurinn minn er enn í bílnum.“ Maðurinn fór strax að reyna að bjarga honum og það er ekki laust við tár á hvarmi þegar hann nær honum líka.

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!