KVENNABLAÐIÐ

Sjáðu myndbandið: Johnny Depp tryllist út í Amber Heard

Amber Heard segist ekki hafa lekið myndbandinu á Internetið: Myndbandið sýnir afar reiðan Johnny Depp, augljóslega ölvaðan brjóta vínglös og skella hurðum. TMZ segir að myndbandið sé frá 21 maí – á sama tíma og Johnny á að hafa lagt hendur á Amber og skilnaðurinn kom í kjölfarið.

Auglýsing

Sést hann öskra á hana og tryllast þegar hann uppgötvar að hún er að taka upp myndband.

Talsmenn úr herbúðum leikarans segja að átt hafi verið við myndbandið og Amber hafi „brosað og reynt að ögra honum“ á meðan hún tók það. Segja þeir að ekki verði hægt að nota upptökuna fyrir rétti vegna þess og einnig vegna þess hún myndaði hann í leyni án hans leyfis.