KVENNABLAÐIÐ

Voru gift í 58 ár og létust með nokkurra klukkustunda millibili

Héldust í hendur þegar þau skildu við: George og Arly Rodriguez frá San Antonio í Bandaríkjunum fögnuðu 58 ára brúðkaupsafmælinu sínu þann 1. júní síðastliðinn. Þann 7. júlí létust þau bæði með örfárra klukkustunda millibili.

Svo fallegt...
Svo fallegt…

 

Þau höfðu bæði fengið heilabilun og fyrir nokkrum mánuðum fékk George heilablóðfall. Þegar stundin var upprunnin og var ljóst að þau myndu ekki lifa lengi í viðbót voru þau bæði í sjúkrarúmum á heimili sínu með fjölskyldunni þessar síðustu stundir. Þau héldust í hendur til æviloka.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!