KVENNABLAÐIÐ

Leyndarmálið að baki síðu hári Asíukvenna – þetta getur þú gert heima!

Með öllu því æði sem tengist náttúrulegum efnum í snyrtivörum, s.s. hunangi, ólífuolíu og kókosolíu má telja eitt efni til sem alla jafna er ekki notað í snyrtivörur. Konur í Asíu hafa löngum látið hár sitt vaxa með góðum árangri og hefur það leyndarmál fylgt þeim í aldir.

 

Gerjað hrísgrjónavatn er leyndarmálið!

Samkvæmt nýjustu rannsóknum hefur leyndarmálið að sterku, glansandi (og auðvitað) síðu hári byrjað fyrir öldum í kínverska þorpinu, Huangluo. Hafa konur í því þorpi áberandi sítt hár – flestar hafa hár sem er lengra en 1,4 metri að lengd!

har2

Þær klippa hár sitt einungis einu sinni á ævinni – þegar þær eru 18 ára. Hárið er svo gefið ömmu konunnar til varðveislu. Þegar konan giftir sig svo fær hún það aftur til að bera, ásamt sínu eigin hári. Mætti því segja að fyrstu hárlengingarnar hafi komið frá þessu þorpi!

 

hair1

Auglýsing

Þær þvo hár sitt upp úr hrísgrjónavatni – þá meinum við vatnið sem verður afgangs þegar búið er að sjóða það. Vatnið er fullt af andoxunarefnum, steinefnum og E-vítamíni sem heldur hárinu mjúku og fær hárið þá eiginleika að laga sig sjálft.

Amínósýrur í vatninu hjálpa einnig til við að styrkja ræturnar og mýkja yfirbragð hársins svo það glansar.

Auglýsing

Hér er svo uppskriftin að þessu ódýra ráði

Hreinsaðu bolla af hrísgrjónum vel.

Settu í skál og helltu vatni yfir – þannig það fljóti yfir. Bíddu í 15 mínútur og hrærðu af og til.

Síaðu vatnið í plastflösku. Láttu það standa við stofuhita í sólarhring þar til það fer örlítið að súrna og gerjast.

Þá setur þú vatnið í pott, sýður það og leyfir að kólna

Þú getur sett ilmolíudropa eða tvo í vatnið óskir þú þess.

Notaðu vatnið sem hársápu með því að nudda því bæði í hársrótina sem og allt hárið.

Hreinsaðu vel.

Ef þú sýður oft hrísgrjón má nota vatnið sem afgangs verður í einmitt þetta! Mundu bara að láta það standa í þennan sólarhring eins og fram kemur að ofan.

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!