KVENNABLAÐIÐ

Hverjir eru austurrísku folarnir sem við mætum í dag?

Þjóðin stendur á öndinni því um enn einn EM landsleikinn er að ræða í dag. Verður hann á dagskrá klukkan 16 í dag og má búast við miklu áhorfi þar sem strákarnir okkar hafa staðið sig svo ótrúlega vel! Við erum enn ósigruð en höfum gert tvenn jafntefli. Þýðir það að við þurfum að vinna eða gera jafntefli í dag til að komast í 16 liða úrslit! Spennandi, eða hvað?!

Ísland keppir við Austurríki og er ekki úr vegi að kynna sér aðeins þessa stráka í liðinu.

Þessi heitir Christian Fuchs og er samfélagsmiðlatröllið – hann hefur rúmlega 90 þúsund fylgjendur á Twitter og notar óspart kassamerkið #NoFuchsGiven

David Alaba

david alaba

David spilar fyrir Bayern Munhen í Þýskalandi og er miðjumaður sem er fljótur að hugsa. Standi hann sig vel á mótinu mun hann stimpla sig inn sem einn af þeim bestu í heimi en hann er einungis 23 ára gamall.

marco

Marko Arnautovic: Hann líkist dálítið  Zlatan Ibrahimovic – þar sem hann er virkilega ákafur leikmaður af ýmsum þjóðernum og brjálæðislega góður leikmaður. Hann hefur spilað fyrir Stoke City í Bretlandi, er húðflúraður í drasl og á eflaust eftir að vekja athygli í leiknum í dag.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!