KVENNABLAÐIÐ

Austurríkismönnum bannað að reykja heima hjá sér

Hæstiréttur í Austurríki hefur sett fordæmi og bannar manni að reykja á svölunum hjá sér. Hann má ekki heldur reykja með gluggann opinn á meðan nágranninn sefur. Er áætlað að bannið kunni að hafa víðtækari áhrif en eingöngu milli þessa tveggja nágranna. Prófessir nokkur sem býr í Vínarborg kærði málið eftir að lykt barst til hans frá íbúð fyrir neðan hann. Nágranninn naut þess að fá sér einn vindil á kvöldin, oftast milli klukkan 0-02:00.

Auglýsing

Á veturnar fékk hann sér vindil með gluggann opinn. Reykingamaðurinn var dæmdur til að reykja eingöngu með gluggana lokaða. Hann áfrýjaði dómnum og var niðurstaðan þá sú að hann mætti reykja á svölunum eða með glugganan opna en eingöngu frá 6 á morgnana og 10 á daginn. Nágranninn ósátti tók þá málið til hæstaréttar sem dæmdi á þá leið að nágrannanninn mætti ekki reykja nema á á þessum tímum. Einnig var hann dæmdur til að mega bara reykja þegar matmálstímar væru ekki í gangi, þ.e. milli 8-10 á morgnana, í hádeginu og milli 16-18 í eftirmiðdaginn.

Í Austurríki er reykt einna mest í Evrópu, sérstaklega meðal ungs fólks. Árið 2018 mun verða bannað að reykja nálægt kaffihúsum og veitingastöðum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!