KVENNABLAÐIÐ

Heimalöguð & Holl Tómatsósa: VEGAN

 

Tómatsósa út úr búð er hreint ekki góð fyrir þig. Yfirleitt er hún sneysafull af sykri, rotvarnarefnum og uppfull af sódíum sem er ekki gott fyrir heilsuna. Hvernig væri að búa til ferska tómatsósu sem er bæði holl og bragðgóð og virkar vel í staðinn fyrir flöskutómatsósuna hvort sem er á borgarann, pizzuna eða með frönskum kartöflum!

Þessi sósa er vegan og  í raun hráfæði því þú eldar ekki neitt!

Hráfæðis tómatssósa

 Screen Shot 2016-06-12 at 18.49.18

Inniheldur:

  • 4 bollar sólþurrkaðir tómatar
  • 5 bollar Roma tómatar
  • ⅔ bolli ferskt basil
  • 4 hvítlauksrif marin
  • sjávarsalt eftir smekk

Raw-Vegan-Tomato-Sauce-Process-3

Blandið öllum innihaldsefnum saman nema sólþurrkuðu tómötunum. Ferskir tómatar, hvítlaukur, sjávarsalt og grænt ilmandi basil. Reyndu að finna besta mögulega hráefni sem þú getur fundið. 

Næst er að blanda sólþurrkuðu tómötunum saman við þar til að sósan hefur náð þeirri þykkt sem þér finnst æskileg.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!