KVENNABLAÐIÐ

Bretadrottningu finnst hjónaband samkynhneigðra „alveg dásamlegt“

Í viðtali við Stephen Fry segir hann að Elísabet II Bretadrottning hafi sagt að hjónaband samkynhneigðra væri „dásamlegt.“ Fry hefur sagt frá þegar hann átti spjall við hana í júlímánuði árið 2013 þegar lögin voru samþykkt í Bretlandi að hún hefði verið ánægð. Þá voru samþykkt lög um að pör af sama kyni mættu ganga í hjónaband. „Það var um sumarið að drottningin lagði blessun sína yfir [þetta],“ sagði Fry í viðtali við Jonathan Ross í þætti hans. Drottningin sem er nýlega orðin níræð hefur aldrei talað opinberlega um þetta málefni hafi sagt þetta „samkvæmt áreiðanlegum heimildum“ Fry.

gay

„Þegar hún skrifaði undir lögin þar sem samkynhneigðum var leyft að giftast í fyrsta skipti sagði hún: „Ja, hvern hefði grunað það fyrir 62 árum þegar ég tók við krúnunni að ég væri að undirrita eitthvað eins og þetta. Er þetta ekki dásamlegt?“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!