KVENNABLAÐIÐ

Óbrigðul meðöl til að lækna stíflað nef!

Við Íslendingar fáum kvef og flensu….tja, allt árið um kring. Það er óþolandi að hafa stíflað nef og finna ekkert bragð og geta ekki andað! Sem betur fer höfum við náttúrulegar blöndur til að hjálpa þér og þínum að losna við stíflurnar…hvort sem þær eru af völdum kvefs eða ofnæmis.

 

Te: 

Klípa af kanil

Túrmerik (1/4 tsk)

Fínt hakkaður engifer (1/2 tsk)

Sítrónusafi nýkreistur

Lífrænt ræktað hunang, 1/2 tsk

Eplaedik 1/2 matskeið

Blandið öllu saman í sjóðandi vatn og hrærið.

Hunangið og kanillinn hafa bakteríueyðandi eiginleika. Efnin hjálpa til við að drepa bakteríur og styrkja ónæmiskerfið.

 

Önnur uppskrift sem hjálpar til við hið sama:

 

Ananasdjús: 1/2-1 bolli

Cayenne pipar (klípa)

1 matskeið hunang

Eplaedit (1/2 matskeið

Blandið öllu saman í potti – hitið að vild

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!