KVENNABLAÐIÐ

12 ára og ástfangin: Berjast bæði við krabbamein

Stella Usiak og Lucas Lowe hittust á óvenjulegan hátt en þau berjast við sömu, sjaldgæfu tegund krabbabeins. Þau eru á sama spítalanum og hafa alltaf verið bestu vinir. Lucas segir í viðtali: „Hún var búin að vera skotin í mér lengi og ég í henni þannig við erum kærustupar núna.“

Parið er að ganga í gegnum reynslu sem margir, að fullorðnum meðtöldum, skilja ekki. En þau skilja hvort annað. Hjúkrunarkona á Roswell Park sem hefur hugsað um þau segir: „Enginn veit hvað barn með krabbamein er að ganga í gegnum. Ekki foreldrarnir, ekki við – eina manneskjan sem getur skilið barnið er annað barn með krabbamein.“

Sjáðu þessa yndislegu krakka:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!