KVENNABLAÐIÐ

Kona fær ótal skallabletti eftir að hafa pantað hárlengingar á netinu

Hin breska Lauren Dewick keypti sér hárlengingar með lími á netinu og dauðsér hún eftir því. Hún getur ekki fjarlægt þær og varar aðrar konur við gylliboðum á netinu um ódýrar hárlengingar.

skalli1

Límið sem fylgir með lengingunum er einhverskonar súper-lím og hefur hún nú, árangurslaust, reynt að ná þeim úr í heila viku. Hún hefur notað tangir og acetone en límið situr fast. Kostuðu hárlengingarnar 70 pund eða um 12.500 krónur íslenskar.

skalli5

Reyndi Lauren að fjarlægja þessar hræðilegu lengingar sem eru svartar og bleikar en með því að reyna að fjarlægja gervihárið komu skallablettir eins og sjá má á myndunum. Keypti hún lengingarnar í febrúar en í vikunni ákvað hún að reyna að fjarlægja þær með þessari ömurlegu útkomu.

skalli 2

Hún setti hvorki fleiri né færri en 50 lengingar í hárið á sér og komu þær með lími á endanum„Ég er búin að vera með hárband núna í nokkra daga og mér líður ömurlega. Límið er pikkfast, þetta er eins og litlir steinar. Það er ekki hægt að kremja það eða toga, það slitnar allt hárið af. Ég gæti grenjað þetta er svo ömurlegt.”

skalli3

Eins og glöggir lesendur átta sig á er best að hafa vaðið fyrir neðan sig þegar pantaðar eru slíkar vörur á netinu. Það getur reynst afar dýrkeypt að lenda í svona máli!

Heimild: DailyMail

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!