KVENNABLAÐIÐ

Besta hármaska í heimi má finna í eldhúsinu þínu!

Þessi er algert DÚNDUR! Ef þú vilt fá virkilegan glans og raka í hárið þitt er hér æðisleg uppskrift sem kostar afar lítið og þú átt sennilega nú þegar í eldhúsinu þínu.

 

Í honum eru aðeins fjögur innihaldsefni:

1 bolli ólífuolía

1 egg

1 sítróna

1 tsk af lavenderolíu og 1 tsk af vatni (má sleppa, en við mælum eindregið með því. Ekki bara örvar hún hárvöxt heldur mun hárið þitt ilma dásamlega! Lavenderolían fæst í apótekum, t.d. Dr. Hauschka.)

 

Öllu blandað saman þar til þessi galdramixtúra verður mjúk og slétt. Svo berðu þetta í hárið og lætur vera í allt að 30 mínútur (10-15 mínútur eru samt alveg nóg). Blandan ætti að vera nægileg til að ná öllu hárinu, frá rót til enda.

 

Skola og þvo með sjampói – Voilá! Frábært hár!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!