KVENNABLAÐIÐ

Gerðu þetta í stað þess að taka svefntöflur!

Við þekkjum flest svefnlausar nætur þar sem við erum of stressuð, of kvíðin eða of óróleg til að sofna. Hér er frábært og einfalt heimilsráð sem hjálpar þér að sofna um leið.

Allt sem þú þarft er: Bananar! (Best er að nota lífrænt ræktaða banana til að forðast aukaefni)

Bananar innihalda mikið af magnesíum og potassium sem vinna saman til að róa vöðvana. Þú býrð til þetta te á innan við 10 mínútum og getur notið þess á hverju einasta kvöldi.

Þú tekur einn banana (með hýði og öllu)…setur í pott með litlu vatni.

Það er hægt að setja smá kanil til að bragðbæta ef fólk vill.

Þú skerð endana af banananum og setur í pott og sýður í um 10 mínútur. Svo seturðu teið í bolla og drekkur um klukkustund fyrir áætlaðan svefntíma. Til að sóa ekki matnum má borða bananann einnig…þú hefur sennilega ekki smakkað mjúkan, soðinn banana áður en hann er virkilega ljúffengur.

Svefntöflur eru ekki góðar eins og flestir jú vita – það er bara of einfalt að skella einni í sig í örvæntingu ef maður getur ekki sofið. Það er samt skyndilausn og fer ekki vel með líkamann, plús fólk getur orðið háð þeim. Prófið þetta ráð í staðinn og þið verðið ekki fyrir vonbrigðum!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!