KVENNABLAÐIÐ

Ekki henda bananahýðinu! Nokkrar hagnýtar leiðir til að nýta hýðið

Vissir þú að bananahýði er til margs nýtilegt? Það hefur verið notað í margar aldir til ýmissa hluta, t.d. fyrir gróður, húðina og fleira.

Hér eru nokkur sniðug ráð:

Auglýsing

ban

Bananahýði getur hjálpað til við að hreinsa húðina. Það eru náttúruleg hreinsi- og skrúbbefni í hýðinu og takir þú smá hýði og setjir á bólu getur það minnkað bólguna og útrýmt bakteríum sem hjálpa henni að blómstra.

Auglýsing

ban puff

Baugahyljari: Kalíumið í bananahýði getur nært og tekið bauga burt. Þú getur klippt út hýði og sett undir augun eða skrapað það úr og blandað með aloa vera geli.

Að nýta bananahýði í að útrýma vörtum er aldargamalt ráð. Bólgueyðandi efni í húðinu getur minnkað stærð vartanna og komið í veg fyrir endurteknar myndanir. Klipptu út ferning af hýðinu, settu plástur eða lím yfir og skildu eftir yfir nótt.

ban2

Bananahýði getur virkað sem ágætis kláðastillir, sérstaklega eftir flugnabit. Í stað þess að klóra þér taktu hýði og settu á bitið í 10 mínútur. Gott er að nudda því inn í húðina.

Ef þú ert langt niðri eða líður ekki vel er tryptophan sem er tegund af amínósýru í hýðinu. Hún breytist í seróntónin, hamingjuhormónið sem hjálpar manni að slaka á. Skrapaðu innra byrði hýðisins og settu það í te eða ofan á brauð.

Bananahýði er náttúrulegur plágueyðir. Ef það eru pöddur í plöntunum þínum ættirðu að grafa hýði í moldina til að fæla burtu skordýr. Appelsínubörkur gerir sama gagn.

ban skor

Vissir þú að uppistaða skóáburðar er kalíum (e. potassium)? Það er sama innihaldsefni og í bananahýði og þó þér finnist kannski ekki geðslegt að hugsa til þess að leðurskórnir þínir séu þaktir bananaslími gerir það sama gagn! Nuddaður skóna með hýðinu, bíddu í mínútu og strjúktu af með hreinum klút.

ban asian

Bananalauf eru uppáhald margra í asískum réttum. Það er hægt að vefja matinn, s.s. kjöt og grænmeti með hýðinu einnig og gefur það matnum indælt bragð.

ban plönt

Blómaáburður. Bananahýði í vatn getur aukið súrefnisflæði til plantna.

ban grow

Í bananahýði er lútin (vefjagula) sem hefur áhrif á öldrun húðar. Þú getur nuddað bananahýði á húðina, látið sitja í 2-30 mínútur og hreinsað af með vatni. Þetta má gera daglega.

ban spor

Ef þú ert með psoriasis getur bananahýði nært húðina og stöðvað kláða

 

ban siga

Lykteyðir: Sígarettufnykur getur verið þaulsetinn. Í stað þess að reyna að fela lyktina, t.d. í bíl má setja bananahýði á gólfið (á disk eða álíka) og haft það þar til lyktin er horfin.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!