KVENNABLAÐIÐ

Kona leitaði uppi sæðisgjafa sinn og eru þau gift í dag

Aminah Hart fæddi dótturina Leilu eftir að hafa farið í tæknifrjóvgun. Hún hafði einhverjar grunnupplýsingar um sæðisgjafann og vissi að hann var 45 ára bóndi, “heilbrigður og hamingjusamur.”

Leitaði Aminah sem er Ástrali eftir upplýsingum frá spítalanum þar sem hún fór í tæknifróvgunina og óskaði eftir að fá að hitta gjafann, Scott Andersen. Bjóst hún ekki við því að hann myndi samþykkja beiðnina en samkvæmt áströlskum lögum mega sæðisgjafar hitta börnin eftir að þau verða átján ára.

 

sper3

 

Þegar Scott sá mynd af Leilu og hversu ótrúlega lík þau voru ákvað hann að hitta þær mæðgur. Ætlun hans í byrjun var eingöngu að hitta Leilu en svo hittust þau öll þrjú í Melbourne og brátt fóru þau að þróa með sér samband. Í kjölfarið giftu þau sig, tveimur árum seinna.

Þau eiga bágt með að trúa þessu, eins og engan skyldi undra! “Hann var bara bókstafir á pappír, hann hefði getað verið hver sem er. Að við skyldum hittast og hefja samband er auðvitað ótrúlegt,” segir Aminah í viðtali.

2016-03-25_14-37-31

 

Aminah átti tvo drengi úr fyrra hjónabandi en þeir dóu báðir mjög ungir. Fékk hún svo að vita að hún væri með sjaldgæfan erfðakvilla sem hefur áhrif á karlkyns fóstur.

Aminah gafst ekki upp og fór því tæknifrjóvgunarleiðina. Nú er verið að gefa út bók og verður hún kvikmynduð enda um óvænta og fallega fjölskyldusögu að ræða!

sper4

Heimildir: Independent og Mirror