KVENNABLAÐIÐ

Fjögur mistök sem ætti að forðast þegar maka þínum líður illa

Ímyndaðu þér að maka þínum líði illa yfir einhverju – vinnunni, heilsunni eða jafnvel sambandinu sjálfu og að jafnvel þó þú sért sannfærð/ur um að allt fari vel, viljir þú hughreysta maka þinn, hjálpa maka þínum að líða betur. Hvað ættir þú að segja og hvernig áttu að sneiða hjá mistökum undir slíkum kringumstæðum?

Hvað á EKKI að segja:

Hér eftir fara fjögur helstu mistök sem fólk gerir í tengslum við vanlíðan maka:

1. Gera lítið úr: Þú lætur eins og tilfinningar maka þíns séu léttvægar: Með þessu ertu í raun og veru að segja maka þínum að tilfinningar hans tengist engu raunverulegu né mikilvægu. Skilaboðin sem þú sendir eru eftirfarandi: „Tilfinningar þínar skipta engu máli.“

2. Vörn: Þú lætur eins og tilfinningar maka þíns hljóti að vera árás á þig. Ef maki þinn er í uppnámi, hlýtur það að vera þér að kenna. Þú lætur eins og sé verið að draga þig fyrir rétt og byrjar að verja sjálfan þig. Þetta kemur þér hins vegar ekki neitt; þú verður einfaldlega reiðari sjálf/ur og hunsar líðan maka þíns.

3. Rökræðir: Þú reynir að rökræða við maka þinn og koma honum í skilning um að hann hafi rangt fyrir sér. Þetta er ákveðin tegund lítillækkunar og felur í sér sömu neikvæðu skilaboðin: „Tilfinningar þínar grundvallast á einhverri vitleysu. Reyndu að komast yfir þetta rugl.“

4. Lokar: Þú dregur þig einfaldlega í hlé. Þar sem þér finnst erfitt að hlusta á maka þinn ræða um eigin tilfinningar, bregstu við með þögn, undarleg/ur á svip og yfirgefur jafnvel herbergið. Maki þinn stendur örvinglaður eftir og finnst sem hann eða hún sé einn í heiminum.

Hvað er viðeigandi:

Hér á eftir fara einfaldar tillögur að árangursríkum samskiptum:

1. Reyndu að hjálpa maka þínum að skilja eigin tilfinningar: Segðu maka þínum að þér finnist þessi líðan rökrétt í ljósi þess sem hefur gerst og hvernig honum eða henni líður í kjölfarið. „Aðrir upplifa þessar tilfinningar líka.“ „Mér finnst rökrétt hvernig þér líður“. „Þú ert ekki ein/n.“

2. Hjálpaðu maka þínum að draga úr skömm og sektarkennd: Hjálpaðu honum eða henni að skilja að tilfinningar eru ekki merki um veikleika; þær eru öllu heldur merki um að viðkomandi er mannlegur. „Við upplifum öll erfiðar tilfinningar. Líðan þín er merki um að þú upplifir hlutina á sterkan hátt, því þetta skiptir þig augljóslega máli. Þú ert mannleg/ur og þess vegna upplifir þú tilfinningar.“

3. Viðurkenndu sársauka maka þíns: Þegar þú elskar einhvern, er ekkert annað en eðlilegt að þér langi að hjálpa viðkomandi að líða betur. Stundum getur þú orðið að liði, en öðrum stundum getur verið að sársauki maka þíns sé of mikill; að þú getir ekki orðið að liði. Þú getur sýnt viðurkenningu með því að segja, „Ég veit að þér líður illa núna og ég skil sársauka þinn. Ég ætla ekki að taka þetta inn á mig.“ Viðurkenning og sátt haldast alltaf í hendur.

Maki þinn þarfnast ástar þinnar – en þú þarft að gera ást þína sýnilega – að elska hann eða hana á þann veg að maka þínum finnist hann skipta máli, að þú skiljir hann eða hana og að þú ætlir þér að vera til staðar. Enginn vill upplifa að eigin tilfinningar séu eins konar byrði – að eigin líðan sé óþægileg – jafnvel að vandamál séu eitthvað sem þarfnast lagfæringar strax.

Stundum getur verið hjálplegt að reyna að laga vandann – en einungis ef maki þinn vill hjálp á annað borð. En það eitt að sýna að þér er ekki sama innifelur í sér virka hlustun; að ljá eyra þegar á reynir og að virða rétt maka þíns til að líða illa á stundum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!