KVENNABLAÐIÐ

Kylie Jenner kynnir ÞRJÁ nýja liti í varalínu sinni – SELDUST UPP Á 60 SEKÚNDUM!

Kylie Jenner, sem gerði allt bókstaflega vitlaust með varalínu sinni (sem sællrar minningar seldist upp á þrjátíu sekúndum sléttum) hefur loks séð villu vegar síns og snýr nú vel snyrtu andlitinu mót sólu. Ef svo má að orði komast (undirrituð reyndi að panta varagloss en greip í tómt fyrir fáeinum vikum síðan) en fyrir örfáum mínútum síðan uppfærði raunveruleikastjarnan Instagram og greindi frá því að ekki þrír, heldur SEX litir í línunni væru nú fáanlegir.

Hér má sjá alla sex litina – mött varagloss úr smiðju Kylie Jenner – UPPSELD:

screenshot-www instagram com 2016-02-05 17-30-04
kyliecosmetics@instagram

Það var mikið, segja eflaust einhverjir, en auk þess að bæta sérstökum Valentínusarlit í safnið, er nú hárrautt varagloss (matt gloss, já) með varablýant í stíl fáanlegt, auk þess sem fleiri litir eru kynntir til sögunnar.

 Ný förðunarlína Kylie Jenner krassar netþjón, selst upp á einni mínútu og kveikir í heimsmiðlum

Þá hefur Kylie uppfært bæði heiti vefsíðunnar og Instagram og ber línan nú heitið Cosmetics by Kylie sem bendir sterklega til að ungfrú Jenner hyggist bæta í línuna bráðlega; þeas. ekki einungis bjóða mött varagloss og varablýanta í stíl, heldur muni hún færa út kvíarnar og bjóða fleiri snyrtivörur úr sömu línu.

… og þá mun línan, sem kom á markað 15 mínútum áður en þessi grein var birt, vera uppseld – AFTUR OG ENN:

screenshot-shop kyliecosmetics com 2016-02-05 17-38-40
SKJÁSKOT – http://shop.kyliecosmetics.com/

Hvort maskari frá yngsta meðlim Kardashian mafíunnar mun væntanlegur, gerviaugnhár eða jafnvel counturing sett er erfitt um að segja, en við hér á ritstjórn (og við erum ægispenntar fyrir hárrauðu varaglossinu) fylgjumst opinmynntar með.

Hægt er að fylgjast með framvindu mála á vefsíðunni KylieCosmetics og gegnum Instagram en erfitt mun þó að segja til um hvenær lager stúlkunnar muni uppfærður og hvort heimsbyggðin nokkru sinni fær höndlað varalínuna sem selst upp jafnóðum og nýjir litir koma á markað. 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!