KVENNABLAÐIÐ

Ný förðunarlína Kylie Jenner krassar netþjón, selst upp á einni mínútu og kveikir í heimsmiðlum

Kylie Jenner setti netið á annan endann í gærdag, þegar varalína hennar sem inniheldur þrjá misjafna tóna af varalitum, kom loks út. Svo mikil var ásókn í línuna að lagerinn seldist upp á innan við mínútu, vefsíðan hrundi tímabundið vegna álags og sjálf varð Kylie að biðja eigin aðdáendur afsökunar gegnum Twitter.

Þessi skjámynd blasti við kaupendum fljótlega eftir að vefsíðan fór í loftið: 

ZDg3MGZlZDc4MiMvUGREd1VKZkt4dlp6VlBJMk1aOGJwOU45YWhBPS80NHg1OjE0MDF4Nzk5LzkwMHg1MjcvZmlsdGVyczpxdWFsaXR5KDcwKS9odHRwOi8vczMuYW1h

Aðdáendur lýstu margir hverjir yfir sárum vonbrigðum á Instagram og Twitter undir kennimerkinu #kylielipkit og sögðust einhverjir fullir sorgar, aðrir vildu meina að aðkoman væri líkust hryllingsmynd og svo voru það þeir sem sögðust einfaldlega brjálaðir og úthrópðu Kylie fyrir að hafa hvorki tryggt kaupendum aðgengi að stærri lager né áreiðanlegri vefþjóni.

Hér má sjá nokkur vel valin skjáskot af Instagram sem lýsir furðu og vonbrigðum kaupenda:

Screen-Shot-2015-11-30-at-9.54.59-PM Screen-Shot-2015-11-30-at-10.15.06-PM

  Screen-Shot-2015-11-30-at-10.14.49-PM

Lína Kylie kemur í þremur misjöfnum tónum og samanstendur hvert sett af varablýant og möttu varaglossi en einungis er hægt að festa kaup á línunni gegnum vefsíðu Kylie, enn sem komið er alla vega. Skemmtilegt er frá því að segja að allir tónarnir innihalda stafinn K, sem einmitt er óopinbert kennimerki og upphafsstafur Kardashian og Jenner fjölskyldunnar.

Hér má sjá línuna sem gerði bókstaflega allt vitlaust í netheimum í gær: 

Screen-Shot-2015-11-30-at-9.52.02-PM

Candy K er ljósbleikur, Dolce K er hunangsleitur og True Brown K er djúpbrúnn varalitur sem smellpassar inn í vetrartískuna í ár, en hér má sjá alla línuna – sem setti netið á annan endann í gær, bræddi úr netþjóninum sem hýsir vefverslun Kylie og kveikti hressilega í heimsmiðlum.

Svona lítur línan út í umbúðum; matt varagloss og varablýantur fylgja með í pakka: 

Kylie-product

Sólarhring áður en línan var sett á markað með þeim afleiðingum að vefþjóninn gaf upp öndina og birgðir runnu út á innan við einni mínútu, setti kynningarteymi Kylie svo Instagram aðgang í loftið sem ætlað er það eina hlutverk að halda utan um kynningu á varalínunni. Áður en dagurinn var á enda, höfðu yfir 416.000 fylgjendur bæst í hópinn og allar 13 ljósmyndirnar sem hver kynnir vöruna fengið fjölda athugasemda.

Sjálf kynnti Kylie litina með stolti á Instagram

MDFhNjA4YjBjMSMvLVdqT3hNOHJVUkpSUGVkWk5GenpldjZVRWo0PS8xNHgwOjkxNHg0MDAvOTAweDQwMC9maWx0ZXJzOnF1YWxpdHkoNzApL2h0dHA6Ly9zMy5hbWF6

Þess má geta að varaglossin kosta litla 29 dollara hvert um sig; eða því sem nemur 3.850 íslenskum krónum en þá er sendingarkostnaður til Íslands ekki innifalinn í verðinu.

Skoða má línuna nánar HÉR

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!