KVENNABLAÐIÐ

Lucy er blind og farðar sig betur en margir aðrir

Auglýsing

Lucy Edwards, 24 ára, missti sjónina fyrir sex árum vegna erfðasjúkdóms.

Í sumar tók hún upp á því að búa til myndbönd á TikTok þar sem hún sýnir fólki hvernig blind stúlka fer í gegnum ýmis hversdagsleg verk sem okkur hinum finnst svo sjálfsögð.

„Mér fannst þetta frábært tækifæri til að sýna heiminum hversu sjálfstæð blind manneskja getur verið. Ég áttaði mig á því að sumir af mínum nánustu vinum hafa ekki hugmynd um hvernig ég geri hina og þessa daglegu hluti“, segir Lucy í samtali við Buzzfeed

„Það að farða mig sem blind manneskja hefur verið svakalegt ferðalag. Þetta er mjög sjónrænt verkefni en núna þarf ég að treysta á minnið, kortleggja andlitið með snertingu og nota vörur sem ég þekki og hef prófað áður.“

„Ég gæti þetta ekki ef snyrtitaskan mín væri ekki vel skipulögð. Það tók mig nokkur ár að komast á þennan stað. Systir mín, Alice, er búin að lýsa fyrir mér mörgum klukkustundum af förðunarmyndböndum. Þetta er orðið að einskonar áhugamáli sem við gerum saman. Hún hafði trú á mér þegar enginn annar gerði það.“

„Fyrir mér er förðun tákn um ferðalag mitt og sjónmissinn. Þetta sannar það að slæmu hlutirnir í lífinu skilgreina mig ekki. Það hvernig ég tekst á við hlutina, það skilgreinir mig. Ég er kannski búin að missa sjón en ekki sýn.“

@lucyedwardsblindBlind girl does her own makeup 💄 ##learnontiktok##blind##makeup##blindmakeup##edutok @tiktok_uk♬ Iris – Natalie Taylor

 

 

@lucyedwardsblind Blind girl brow demo! ##edutok ##learnontiktok ##blind ##makeuptipstiktok ♬ Put Your Records On – Ritt Momney  

@lucyedwardsblindBehind the scenes of Blind Girl Does Her Own Makeup ##learnontiktok ##makeup ##blind @tiktok_uk ##makeuporganizing ##behindthescenes

♬ ROCKSTAR – DaBaby, Roddy Ricch

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!