KVENNABLAÐIÐ

Hófleg kampavínsdrykkja getur dregið úr elliglöpum og líkum á Alzheimer

Þá að bestu fréttum dagsins, en rannsókn sem framkvæmd var á vegum Reading Unviersity leiðir í ljós að hófleg kampavínsdrykkja getur hindrað elliglöp, skerpt á skammtímaminni og dregið úr líkum á Alzheimer sjúkdómnum.

Þó er best að gæta hófs og þannig sýna niðurstöður fram á að þrjú glös á viku er hæfilegt magn til að halda elliglöpum í skefjum. Þessum viðkunnalegu forvarnaráhrifum mun efnasambandinu Phenolic að þakka (sem svo aftur er að finna í dökkum vínþrúgum sem nýttar eru til að gera Pinot Noir og Pinot Meunier). Hér mun hundurinn liggja grafinn, en fyrrgreint efnasamband í vínþrúgunum mun hægja á minnisglöpum, skerpa á skammtímaminni og lágmarka hættu á heilabilun. Þess má geta að vínþrúgurnar, ásamt ljósum chardonnay þrúgum, eru einmitt nýttar í kampavínslögun.

Jeremy Spencer sem starfandi professor við háskólann og einn þeirra sem fór fyrir rannsókninni við Reading University, sagði niðurstöður sláandi.

Jú, niðurstöður eru spennandi fyrir þá parta að í fyrsta sinn sjáum við fyrirbyggjandi áhrif hóflegrar neyslu kampavíns, sem samkvæmt niðurstöðum skerpir á kognitískri getu heilans og bætir minni.

Rannsakendur vonast nú til að geta brátt hafið framhaldsrannsóknir á ellilífeyrisþegum, en þess má geta að talsmaður Alzheimer samtakanna í Bandaríkjunum sagði niðurstöður sannarlega áhugaverðar þó enn ætti eftir að sannreyna niðurstöður gegnum ítarlegri rannsóknir.

Fyrri rannsóknir frá sama háskóla sýndu þá fram á að tvö glös af kampavíni – ef neytt daglega, gætu verið styrkjandi fyrir hjartað, blóðflæði líkamans og dregið úr líkum á hjartasjúkdómum og hjartaáfalla.

Umfjöllun Reading University má lesa HÉR

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!