KVENNABLAÐIÐ

Breska konungsfjölskyldan setur Meghan Markle stífar reglur varðandi skírn Archies

Nú er Meghan Markle í stuttum taum hjá bresku konungsfjölskyldunni því hún hefur brotið of margar reglur að þeirra mati. Nú á að skíra Archie litla á næstunni og vilja meðlimir fjölskyldunnar að hún geri ekki „einhverja vitleysu” eins og þegar hún hélt steypiboðið í New York, „ekkert Hollywood drama.”

Auglýsing

„Eftir að allt varð vitlaust í kjölfar stjörnu-steypiboðsins í New York hefur Meghan verið vöruð við að skírnin er miklu alvarlegri og minna Hollywood tegund af athöfn,” sagði heimildarmaður í hlaðvarpi Bob Shuter, Straight Shuter: Naughty But Nice.

„Gestalistinn ætti að samanstanda af nánum fjölskyldumeðlimum og vinum og forðast leikara, leikkonur og poppsöngvara,“ heldur hann áfram.

Auglýsing

Lesendur vita að Meghan (37) fór til New York að fagna barni sínu áður en það fæddist í svokölluðu „baby-shower) (ísl. steypiboð). Þá bauð hún frægum vinkonum sínum og vinum og klæddist eins og „gamla hún” – öll í svörtu þar sem hún þeystist um borgina. Nú er konungsfjölskyldan að vonast til að hún haldi sig við reglurnar: „Drottingin er höfuð bresku kirkjunnar og dagurinn á að vera til marks um það og virða það. Það síðasta sem höllin vill eru myndir af George Clooney, Rihanna, Oprah og Gayle og Serenu Williams drekkandi kampavín. Þetta er kirkjan, ekki rauði dregillinn!“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!