KVENNABLAÐIÐ

H Ú S R Á Ð: 17 óvenjuleg ráð með kaffi

Ég get ekki ímyndað mér lífið án kaffis og kæmist hreinlega ekki í gegnum daginn á nokkurra bolla. Þá þykir mér fátt betra enn hreint hús fyllt af dýrindis kaffiilmi nema þá kannski að vera vakin upp með rjúkandi bolla af kaffi, af brosandi eiginmanninum. En þær eru margar fleiri ástæðurnar til að réttlæta kaffifíknina og eiga ávallt nóg af því í skápunum.

Hér eru nokkrar mjög áhugaverðar ástæður og margar þeirra hafði ég ekki hugmynd um þótt aðrar hafi ég notað nú um skeið með góðum árangri:

Kaffi gerir hárið fallegra

Hver vill ekki hafa fallegra og meira gljáandi hár? Kaffi er góður náttúrulegur gljá-gjafi og það getur varla verið einfaldara. Helltu uppá verulega sterkt kaffi, kældu það og settu það síðan í þurrt og hreint hárið. Leyfðu því að vera í hárinu í að minnsta kosti 20 mínútur áður enn þú skolar það. Gerðu þetta í allt að einu sinni í viku til að fá besta árangurinn.

Litaðu hárið með kaffi

Hin náttúrulegu litarefni í kaffi gera það að frábærum kosti til að lita eitt og annað. Þar á meðal hárið á þér. Ef þú notar kaffi til að setja meiri gljáa í hárið regulega, gæti hárið dökknað tímabundið. En þar sem kaffi er ekki fastur litur, helst hann ekki lengur enn til næsta hárþvotts.

Litun á efnum

Það koma mjög skemmtileg áhrif bæði á efni og pappír þegar maður litar með kaffi. En eins og áður sagði þá er þetta ekki fastur litur þannig að það er best að nota þessa litunaraðferð á hluti sem ekki eiga eftir að blotna í framtíðinni. Þá notar maður uppáhellt kaffi og pensil eða hreinlega dýfir efninu í það.

Litar og fyllir uppí rispur

Rispur á viðarhúsgögnum hverfa nær samstundis með því að nudda smá kaffiþykkni í þær. Blandaðu þá skyndikaffi með smá dropa af vatni til að búa til klístur. Endurtaktu yfir rispuna þar til hún er eins á litin og viðurinn í kring.

Eyðir vondri lykt úr ísskápnum

Heldurðu að kaffiilmur væri nú ekki töluvert betri enn lyktin af kannski viku gömlum afgöngum eða grænmeti sem er farið að skemmast í gleymsku botnskúffunnar? Gamlir ísskápar eiga það til að lykta ávallt mjög undarlega þrátt fyrir öll heimsins þrif en þar getur ferskt kaffiduftið komið til aðstoðar. Þú setur ónotað kaffi í skál eða bolla og geymir inn í  ísskápnum og hreint kaffiduftið mun draga í sig ólyktina og þig mun langa í ferskan bolla í hvert sinn sem þú opnar ísskápinn. Að sjálfsögðu dugar þetta ráð í aðrar hirslur líka.

Eyðir ólykt af höndum

Hvítlaukur, fiskur og allskonar krydd ilma dásamlega á meðan þú eldar en nokkrum klukkutímum seinna þegar þú ert búin að komast að því að handsápa virkar ekki til að eyða lyktinni af höndunum, er lyktin af þeim orðin leiðinleg og hreint ekki góð. Þá er nú gott að geta gripið í notaðan kaffikorg og nudda þeim á hendurnar og skola síðan með volgu vatni.

Góður skrúbbur í eldhúsinu

Notaður kaffikorgur er fullkominn til að skrúbba eldhúsborðin, vaskinn og eldavélina. Örlítið hrjúfur og súr, hreinsar hann upp allt sem heitir fastar leifar.

Gott við eldstæðahreinsun

Eins og þeir vita sem eiga kamínur eða eldstæði, getur það verið ansi andstyggilegt að hreinsa til í þeim og kringum þau án þess að að það þyrlist ekki upp aska og setjist á allt í stofunni. En þá getur rakur, notaður kaffikorgur verið hjálplegur. Bíðið eftir að það eru kulnaðar glóðirnar og dreifið rökum korginum yfir öskuna. Leyfið þessu að vera í ca. 15 mínútur og skóflið síðan öllu upp í öskufatið. Korgurinn bindur sig við skraufaþurra öskuna og kemur í veg fyrir að hún þyrlist upp eins mikið.

Gera moltuna næringarríkari

Það er ástæða fyrir þvi að svo margt garðyrkjufólk telur mikilvægt að setja  kaffikorginn með í safnhauginn. Korgurinn er ríkur af kalíum, fosfór, magnesíum og kopar og gefur frá sér köfnunarefni.

Moltan stólar á maðka

Maðkar, eins og þeir sem vinna hörðum höndum í safnhaugnum þínum, elska kaffi næstum jafnmikið og við. Ástæðurnar fyrir því eru ekki ljósar, en ef þú vilt harðduglega orma sem vinna við að breyta eldhúsleifunum þínum í moltu, dreifðu þá kaffikorgi reglulega yfir safnhauginn.

Margar tegundir plantna vilja korg

Plöntur eins og til dæmis kartöflur, bláber og ýmsar tegundir rósa, sem vaxa best í svolítið súrum jarðvegi munu þakka þér með hröðum vexti ef þú dreifir notuðum korg í kringum ræturnar. Þú gætir einnig prófað og hellt restinni úr bollanum í blómapottana þína, svo lengi sem þú notar ekki mjólk eða sykur. Leitaðu samt upplýsinga um hvaða plöntur þú ert með, því ekki viljum við laska plönturnar, hvort þær vilji basískan jarðveg eða súrann. Ph gildið 7 er hlutlaust þannig að allt undir því telst súrt.

Heldur maurum, sniglum og köttum frá garðinum

Dreifðu notaða, þurra korginum í garðinn og þá sérstaklega í kringum grænmetisbeðið. Maurar, skordýr og sniglar hata kaffi og ef þú átt við verulegt vandamál að stríða einhversstaðar í garðinum vegna þessarra óboðnu gesta, helltu þá fullri könnu af uppáhelltu kaffi á þann stað og þau flytja búferlum í hvelli. Þeir sem nota þetta ráð hafa kannski tekið eftir því að þeirra garður er eini garðurinn í hverfinu sem kettirnir vilja ekki vera í.

Kaffikorgur á gæludýrin

Nuddaðu notaðan og rakan korginn á feld gæludýranna eftir baðið þeirra til að losna við og koma í veg fyrir flær. Mikið betri kostur heldur enn vafasöm efni sem maður veit hvorki haus né sporð á. Nú ef ekkert annað, þá mun stofan þín og öll þín húsgögn, ekki lykta eins blautur hundur eftir á.

Búðu til nálapúða

Þurrkaður, notaður korgur er fullkominn sem fylling í t.d. nálapúða.Settu hálfan bolla af korgi í fallegan klút, lokaðu honum með spotta eða gúmmíteygju og settu síðan í fallegan eggjabikar. Voila! Nálapúði sem einnig kemur í veg fyrir að nálarnar ryðgi.

Ferskur ilmur, alltaf

Við kaffiunnendur viljum helst hafa kaffiilm af öllu, alltaf. Þannig að til að vera nú ekki sífellt að hella uppá til að fá ilminn, þá er hægt að setja ferskt kaffiduft í bút af rifnu nælonsokkabuxunum, binda fyrir með fallegum borða og hengja upp sem ilmskraut hvar sem þú vilt. Auðvitað er hægt að poppa þetta upp með skemmtilegra og fallegra efni enn nælonsokk. Allt eftir smekk og efnum.

Skreytum húsið með ilmi

Það er vinsælt að setja kaffibaunir í glæra vasa og ílát til skrauts og ekki spillir ilmurinn. Þú getur líka búið þér til fallega penna/blýanta/pensla hirslu, í stað þeirra ljótu venjulegu,  með því að hálffylla glæra krukku af kaffibaunum og stungið blýöntunum ofan í.

Leyndarmálið í uppskriftinni

Örlítið af uppáhelltu kaffi út í chilisósuna, kökukremið og í maríneringuna, gerir dásamlegt að himnesku. Bragðið ”dýpkar” og það verður smá reykjarkeimur sem gerir gestina forviða.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!