KVENNABLAÐIÐ

Lúxusdrykkur – Kiwi- og ananasboost sem örvar endurnýjun húðarinnar

Kiwi er stórkostlegur ávöxtur, sneisafullur af bætiefnum og gott betur en það. Kiwi getur hægt á öldrun húðarinnar og viðhaldið rakastigi hennar, en kiwi er sneisafullt af C-vítamíni sem þekkt er fyrir að styðja við endurnýjun húðfruma.

Þess vegna er kiwi ekki bara hollur ávöxtur til átu, heldur er einnig tilvalið að mauka aldinkjötið og gera úr andlits- eða líkamsmaska sem er gersneyddur öllum aukaefnum og getur því ekki valdið skaða á hörundinu.

 

Sé aldinkjötið nýtt í líkamsmaska – til að mynda á fótleggi – er best að stappa niður kiwi svo úr verði mjúk og hæfilega áferðarfalleg blanda, bera á hörundið og leyfa virkninni að smjúga inn í hörundið í u.þ.b. 5 til 10 mínútur, allt eftir þægindastigi og þoli og skola svo blönduna af í sturtunni. Dásemdin ein og yndisleg tilbreyting í gráu skammdeginu.

KIWI

Hér fer hins vegar ljúf og einföld uppskrift að orkusprengju sem rennur ljúft í maga, vinnur á móti flensueinkennum og hressir að morgni – áður en haldið er út í annasaman hversdaginn:

U P P S K R I F T

2 bollar spínat (gjarna frosið)

2 bollar ósæt kókosmjólk

2 bollar niðurskorinn ananas

2 heil og afhýdd kiwi – helminguð eða smátt skorin

Byrjið ávallt á því að hræra saman grænu laufin og kókosmjólkina í blandaranum, áður en öðrum innihaldsefnum er bætt út í. Ávextina má gjarna frysta og setja út í blandarann, en þá tekur drykkurinn á sig svalandi og hressandi blæ.

pineapple-product

Njótið heil!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!