KVENNABLAÐIÐ

Uppskrift að vanillu- og myntudraumi og ókeypis kennslusímtal

Uppskriftin er ÁN SYKURS og í boði heilsumarkþjálfans Júlíu:

van2

 

 

Vanillu- og myntudraumur

~ uppskrift fyrir 2

Vanillumjólk

2 bollar (1 dós) kókosmjólk (frá Coop úr Nettó)

nokkrir vanilludropar eða stevia með vanillubragði (frá Good Good Brand, fæst í Nettó)

Myntuþeytingur

1 bolli möndlu- eða kókosmjólk

2 handfylli spínat

1 banani

4 msk chia fræ, útbleytt

8 myntulauf

1 msk Hemp prótein/Hempfræ/graskersfræ

Auglýsing

1. Leggið chiafræ í bleyti. Hrærið þá saman 2 msk chia samanvið 6 msk af vatni og leyfið að liggja í 15 mín eða yfir nótt.

2. Hrærið allt saman í vanillumjólkina í blandara. Hellið í tvö glös eða glerflöskur til að geyma.

3. Setjið næst hráefni fyrir græna drykkinn í blandarann og hrærið. Hellið yfir glösin og hrærið með skeið fyrir fallega áferð. Njótið.

van3

Viltu brenna fitu náttúrulega og fá meiri orku?

Ókeypis 14 daga áskorunin Lifðu til Fulls lauk í gær, en erum við nú með spennandi tilkynningu!

Til að taka þennan febrúarmánuð (eða meistaramánuð réttara sagt) með enn meiri stæl heldur Júlía Magnúsdóttir,heilsumarkþjálfi, glænýtt ókeypis kennslusímtal fimmtudaginn 15.febrúar kl.20. Þar sem hún mun deila 3 einföldum skrefum til að losna við sykurlöngun, brenna fitu náttúrulega og tvöfalda orkuna!

Auglýsing

Símtalið er ókeypis en takmörkuð pláss í boði svo það er um að gera að tryggja sér eitt sem fyrst!

Í þessu ókeypis kennslusímtali mun Júlía m.a. deila:

  • Afhverju líkaminn kallar á sykur og einföld leið að vinna gegn sykurlöngun
  • Einföldu próf sem sýnir þér hvort þú sérð háð/ur sykri eða ekki
  • Hvaða náttúrulegu sætugjafar gefa orku og hverjir leiða okkur í fitugildru
  • Skotheldum drykk gegn sykurlöngun
  • 5 orkuríkum fæðutegundum sem slá á sykurlöngun nær samstundis

Smelltu hér til að tryggja þér pláss í ókeypis kennslusímtalið 15.febrúar!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!