KVENNABLAÐIÐ

Maður viðurkennir að fá sér vatnsmelónu á pizzu og fólk gengur næstum af göflunum

Ef það er eitt sem fólk getur virkilega rifist um – er það hvað á að vera ofan á pizzu. Í áraraðir hefur fólk þjarkað um hvort ananas eigi heima á pizzu eður ei, og meira að segja rataði forsetinn okkar Guðni í heimsfréttirnar fyrir að segja að það væri honum ekki að skapi.

Auglýsing

Nú virðist nýtt deilumál vera í kortunum þar sem einn Reddit notandi viðurkenndi að hafa notað afar umdeilt „álegg“ á pizzuna sína…heann nefnilega bakar sér oft pizzu heima og setur vatnsmelónu á hana! Já…þú last rétt. Vatnsmelónu.

Í pósti notandans WatermelonOnPizza222, útskýrir hann hvernig þetta óvenjulega álegg rataði á pizzuna hans til að byrja með. Sagði hann: „Mér finnst vatnsmelóna á pizzu góð. Ég var manaður til þess og það var skrýtið fyrst, svo vandist ég því. Það sem ég geri er að ég fullbaka pizzuna næstum, svo set ég melónuna á og baka svo alveg til fulls.“

Sumir notendur kölluðu hann „klikkaðan“ fyrir að hafa gert þetta en það var ekki fyrr en 12. ágúst að vandræði hans hófust fyrir alvöru. Hann bauð nefnilega vini sínum John í sneið heima hjá sér. Það er óhætt að segja að John hafi ekki tekið vel í athæfið. Hann fór á Internetið til að athuga hvað fólki fyndist eiginlega um þetta.

Einn sagði manninn vera „siðspilltan,“ svo mjög að hann ætti að vera á lista einhversstaðar. Annar sagði að þetta væri bara rugl, beint frá helvíti.

„Blaut pizza? Það er algerlega f******!!“

Svo var það sá sem viðurkenndi að líka við ananas..en þetta væri að taka hlutina of langt.

Sumir virtust þó hrifnir af hugmyndinni: „Vatnsmelóna með basil og balsamikediki er æði…þannig mig langar eiginlega að prófa þetta.“

Einn viðurkenndi einnig að hafa skipt út hamborgarabrauði fyrir vatnsmelónu (hvernig sem það nú virkar) og sagði: „Þetta var gómsætt!“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!