KVENNABLAÐIÐ

Kókoshnetan getur aukið brennslu, bætt einbeitingu og dregið úr sykurlöngun! – Uppskrift að boosti

Kókoshnetan hefur holla fitu sem hefur ekki bara góð áhrif á heilastarfsemi heldur einnig á hormón okkar og jöfnun blóðsykurs. Margar konur á breytingarskeiðinu tala gjarnan um góðu áhrifin og minnkun á einkennum eins og hitakófi og skapsveiflum. Bara ein matskeið í bústið á morgnanna getur gert stórkostlega hluti.

Kókosolían er einnig einn helsti fituforðinn sem styður við þyngdartap. Hún inniheldur samsetningu af fitusýrum sem hafa góð áhrif á meltinguna. Margar rannsóknir hafa sýnt að með því að bæta kókosolíu í mataræðið aukum við líkurnar á fitubrennslu og sérstaklega á hættusvæðum eins og í kviðarholinu.

Auglýsing

geyd

Veljið hágæða og lífræna kókosolíu og kókosmjólk því það er virkilega munur á bragði og gæðum að mínu mati. Er hægt að kaupa lyktar- og bragðlausa kókosolíu fyrir þá sem vilja.

Gríska gyðjan

1 1/2 bolli kókosmjólk

handfylli grænt salat

1/2 bolli frosinn ananas

1/4 bolli íslensk jarðaber

1/4 bolli íslensk bláber eða krækiber

1 msk gojiber

1 msk kókosolía brædd

  1. Setjið öll innihaldsefni nema kókosolíu í blandarakönnuna og hrærið.
  2. Bætið kókosolíunni við rétt undir lokin og hrærið örlítið en kókosolían harðnar hratt ef hún er sett saman með frosnum berjum eða klökum.

Prófið ykkur áfram með möndlu- eða hnetumjólk í stað kókosmjólkur eða bætið við 1/4 tsk af kanil eða túrmerik fyrir bætta meltingu og bólgueyðandi áhrif. Það er auðvelt og gaman að prófa sig áfram með það að bæta útí drykkinn því sem líkaminn þarfnast að hverju sinni.

Auglýsing

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!