KVENNABLAÐIÐ

Blast FX og Pump FX kennaranámskeið: Fusion kynnir nýjung í líkamsrækt á Íslandi

Ný líkamsræktarkerfi eru á leið til Íslands á vegum Unnar Pálmars; kerfi sem bera nafnið FITNESS FX og munu hefja innreið sína með kennaranámskeiðum  í World Class Laugum nú um helgina.

Fitness fx líkamsræktarkerfin, sem hafa notið fádæma vinsælda á meginlandi Evrópu undanfarin 10 ár, koma til landsins fyrir tilstilli Unnar Pálmarsdóttur, framkvæmdarstjóra FUSION en Unnur hlaut umboð fyrir kerfinu fyrr á þessu ári.

Erlendur gestakennari gagngert kominn til Íslands til námskeiðahalds

„Við erum að innleiða Fitness FX núna á Íslandi, en kynningin og kennaranámskeiðið í Laugum er fyrir alla hóptímakennara, íþróttakennara, einkaþjálfara, sjúkraþjálfara, íþróttafélög og alla þá sem hafa áhuga á heilsurækt og hreyfingu,” svarar Unnur aðspurð um námskeiðahald helgarinnar í Laugum.

Unnur Pálmadóttir er framkvæmdarstjóri FUSION
Unnur Pálmadóttir er framkvæmdarstjóri FUSION

Þetta eru hópkerfi sem verða í boði í World Class og vonandi á fleiri líkamsræktarstöðvum frá og með haustinu, en ég býð upp á kennaranámskeið þar sem þú getur lært líkamsræktarkerfin og hlotið réttindi til að kenna þau. Fitness fx líkamsræktarkerfin eru alls níu talsins en við byrjum á að innleiða tvö kerfi sem heita Blast fx og Pump fx. Erlendur líkamsræktarfrömuður er gagngert kominn hingað til landsins í þeim tilgangi að innleiða, mennta og kenna kerfið hérlendis.”

Fitness fx kerfið nýtur mikilla vinsælda á meginlandi Evrópu  

Ásamt Unni, verður Ástralíumaðurinn Michael Betts staddur á Íslandi nú um helgina, en hann er frumkvöðull á sínu sviði og hefur áratugareynslu af kennslu um heim allan og að kenna Blast fx og Pump fx líkamsræktarkerfin.  Það er stórkostlegt að fá Michael Betts til landsins,” segir Unnur jafnframt. Fitness fx líkamsræktarkerfin, sem Michael hefur hannað, eru ótrúlega vinsæl í Shanghai í Kína og víða um Evrópu og þau kerfi, sem ég vitna í hér, munum við byrja á að innleiða á Íslandi.”

Ástralinn og líkamsræktarfrömuðurinn Michael Betts við kennslu í sal
Ástralinn og líkamsræktarfrömuðurinn Michael Betts við kennslu í sal

Hann er höfundurinn að kerfinu og er frumkvöðull á sviði menntunar fyrir einkaþjálfara og hóptímakennara gegnum fjarþjálfun á netinu. Hann stofnaði  Fitness Industry Education sem er vefsíða og skóli  þar sem fagfólk getur sótt menntun í einkaþjálfun, hóptímakennslu og fleiru sem tengist líkamsrækt og heilsu. Skólinn er starfræktur í London.”

Kennaranámskeið fara fram í World Class Laugum á laugardag og sunnudag

Þá segir Unnur að um fjölþætt kerfi sé að ræða sem allir geti þjálfað eftir. Íslendingar eru mjög duglegir að stunda líkamsrækt og hreyfingu. Við erum nýjungagjörn og  því hentar Fitness FX svo vel. Fyrstu tvö  kerfin sem við innleiðum til landsins heita Pump fx og Blast fx. Pump fx inniheldur æfingar með stöngum og lóðum þar sem við erum að vinna með lyftingar fyrir allan líkamann, en Pump fx er fyrir alla aldurshópa. Það kerfi geta allir æft, allt frá unglingum og upp í fólk á eldri árum. Þetta er grunnæfingakerfi og góðar æfingar, en við höldum kennaranámskeið í Pump fx á laugardag, sem er opið öllum þeim sem hafa áhuga á að læra kerfið.”

Allt sem til þarf er dýna á gólfið þar sem unnið er einungis með líkamsþyngd

Á sunnudag verður svo annað námskeið haldið með örlítið breyttu sniði, en Unnur segir það kerfi heitir Blast fx. Kerfið er byggt upp á  High Intensity Interval Training, Plyometric æfingum og TABATA þjálfunarlotum sem er mjög  vinsælt líkamsræktarkerfi í dag þar sem unnið er í skorpuþjálfun. Tabata er enn hluti af því kerfi, en þar erum við að vinna með eftirbruna, þá er líkaminn enn að brenna að æfingu lokinni og eftirbruni getur varið í allt að í 8-10 klst eftir að æfingu líkur. Blast fx kerfið hefur slegið algerlega í gegn. Allt sem til þarf er dýna á gólfið. Í þessum tímum notum við engin lóð. Við vinnum einungis með eigin líkamsþyngd.”

screenshot-www.facebook.com 2015-08-19 16-34-18
Unnur segir mikla tilhlökkun ríkja fyrir komandi helgi

Tilvalið fyrir alla þá sem hafa áhuga á líkamlegri og sálrænni heilsurækt

Kosturinn við nýju æfingakerfin segir Unnur helst þann að ekki þarf mikinn tækjabúnað til. Þessi kerfi eru þannig að þau má kenna í íþróttamiðstöðvum eða úti á túni jafnvel þegar veður leyfir og það kostar ekkert að taka kerfið inn; íþróttamannvirki, einstaklingar og líkamsræktarstöðvar geta vel tekið kerfið inn og því er þetta tilvalið fyrir alla þá sem hafa áhuga á líkamlegri og sálrænni heilsurækt. Aðgangur að kerfinu  kostar um 1000 krónur á mánuði fyrir kennara og fær þá viðkomandi aðgang að stafrænu kennsluefni, myndböndum og æfingartónlist allt að þremur árum aftur í tímann. Kennarinn fær mikið fyrir peninginn.”   

Danskerfið Groove fx kemur til landsins í janúar á næsta ári 

Unnur segir þó fyrstu námskeiðin um helgina aðeins vera upphafið, þar sem hún hyggst innleiða létt og öflugt danskerfi eftir áramótin. Í janúar ætlum við að bjóða upp á annað kerfi sem heitir Groove fx sem er danskerfi en það er vinsælt í Bretlandi um þessar mundir. Sjálf kynntist ég þessum æfingakerfum í Bretlandi fyrir einum 11 árum síðan, eða árið 2004 og mig hefur alltaf langað að innleiða æfingakerfin hér á Íslandi. Nú er því komið að þeim degi.”

Unnur er sjálf þrautreyndur heilsuræktarþjálfi
Unnur er sjálf þrautreyndur heilsuræktarþjálfi

Ég er vissulega orðin gríðarlega spennt og hef fundið fyrir miklum og einlægum áhuga hjá líkamsræktarstöðvum og íþróttafélögum. Íslendingar eru svo nýjungagjarnir í eðli sínu og forvitnir að upplagi og  svo er auðvitað líka alltaf gaman að fá erlenda kennara til landsins. Ávinningurinn er talsverður, sérstaklega þar sem allir geta stundað þjálfunina og hver og einn gerir þetta eftir sínu eigin líkamlegu atgervi.”

Heldur einnig úti vefsíðu þar sem versla má líkamsræktartónlist

Skemmtilegt er að segja frá því að lokum, að Michael Betts, sem mun leiða kennaranámskeiðið um helgina, er ekki einungis frumkvöðull á sviði fjarkennslu í líkamsrækt; hann heldur einnig úti stórskemmtilegri vefsíðu þar sem hann selur líkamsræktartónlist. Michael er frumkvöðull á sínu sviði og hefur kennt um allan heim síðustu 25 árin.”

screenshot-www.facebook.com 2015-08-19 16-11-54
Michael Betts er þrautreyndur þjálfari með þriggja áratuga reynslu

Þessum orðum klykkir Unnur út með og bætir því við að þjálfarinn sem nú er væntanlegur, hafi lengi verið leiðandi á sínu sviði. Hann er sannkallaður líkamsræktargúrú og er frumkvöðull að nýta sér tæknina til leiðsagnar og hefur alltaf verið á undan sinni samtíð. Þegar ég kynntist honum fyrir 15 árum síðan, var hann að kynna aðferðirnar og ferlið  fyrir mér og skildi ég hvorki upp né niður í aðferðafræðinni þá, en þetta er það kerfi sem við notum með góðum árangri í dag.”

screenshot-mail.google.com 2015-08-19 16-24-01screenshot-mail.google.com 2015-08-19 16-25-21screenshot-mail.google.com 2015-08-19 16-25-59

335DC618-8610-4428-A3D0-4AD195912651

Skráning: unnur@fusion.is

Vefsíða kerfanna: www.fitness-fx.com

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!