KVENNABLAÐIÐ

SKRÝTIÐ – Kærði eiginkonu sína fyrir svik þegar hún fjarlægði andlitsfarðann

Alsírbúi sem lagði fram ákæru á hendur nýbakaðri eiginkonu sinni örfáum dögum eftir að þau gengu í hjónaband, greindi dómara frá því í síðustu viku að honum hefði ofboðið ásjóna konu sinnar þegar þau vöknuðu upp eftir brúðkaupsnóttina.

Sagði maðurinn að eiginkona hans, sem ávallt hefði verið glæst ásýndar áður en þau gengu upp að altarinu, hefði vaknað upp með engan farða á andlitinu og litið skelfilega út í rúminu. Af þeim sökum lagði maðurinn fram kæru á hendur konunni þog heldur því fram að brögð hafi verið í tafli, að konan hafi logið að honum með listilegri förðun og að hún sé í raun ógeðfelld án varalits.

Málaferlunum, sem eru undarleg í alla staði, greina meðal annars vefmiðlarnir Emirates 24/7 og Yahoo News frá, en þar kemur einnig fram að konan hafi verið algerlega óþekkjanleg þegar parið opnaði augun daginn eftir veisluna, þar sem brúðurin tók sig stórkostlega út í fullum skrúða.

Talsvert hefur verið fjallað um málaferlin í algerískum fjölmiðlum að undanförnu, en þar er meðal annars haft eftir manninum að hann hafi ekki þekkt konu sína aftur:

Hann greindi eiðsvarinn frá því að hann hafi fyllst skelfingu; hann hélt að innbrotsþjófur hefði komist inn í íbúðina. Hún leit svo skelfilega út að hann hélt að ókunnug manneskja hefði brotist inn með klækjum og væri komin til þess að stela öllum eigum hans.

Þá sagði heimildarmaður einnig að konan hafi valdið honum óbætanlegum sálarskaða:

Hann þekkti bara ekki konuna án andlitsfarða. Hún var vön að snyrta sig svo vandlega til áður en brúðkaupið var haldið og svo, þegar hún hafði fjarlægt alla málninguna, þekkti maðurinn bara ekki unnustu sína aftur. Hann sagði að hún hafi verið gullfalleg kona með fullan andlitsfarða en að hann hafi fyllst skelfingu og ótta þegar hún tók af farðann.

Engum sögum fer af því hver úrskurður dómara kann að vera, en þó kemur fram að karlmaðurinn fari fram á ríflega 2 milljónir íslenskra króna í skaðabætur, þar sem hann glími við sálrænar kvalir og áfallastreitu sökum náttúrulegs útlits eiginkonu hans.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!