KVENNABLAÐIÐ

Þ Y N G D A R S T J Ó R N U N: 10 ljúffengar fæðutegundir sem BRENNA kaloríum

Hugmyndafræðin að baki neikvæðri kaloríuinntöku byggir á þeirri kenningu að ákveðnar fæðutegundir séu svo snauðar af kaloríum að meiri orka fari í að brenna fæðunni en sú orka sem þær innihalda.

Því sé í raun megrandi að snæða ákveðnar tegundir grænmetis og ávaxta, þar sem líkaminn erfiði því meir við að melta matinn og brenni því í raun fleiri kaloríum en líkaminn hefur innbyrt. Hvort sem eitthvað er til í kenningunni eða ekki, má með sanni segja að ekki einungis eru fæðutegundirnar hér að neðan sneisafullar af næringarefnum – heldur eru þær einnig hitaeiningasnauðar og stuðla ekki að óvelkominni þyngdaraukningu.

sellerí

Sellerí:

Sellerí er frábært millisnarl og inniheldur nær engar kaloríur, en sellerí er líka auðugt af trefjum sem bæta meltinguna. Auðvitað er best að velja létta og kaloríusnauða ídýfu ef þú ert að halda í við kaloríuinntökuna eða narta einfaldlega í sellerístöngul þegar hungrið sverfir að.

100 grömm af sellerí innihalda aðeins 16 kaloríur.

appelsínur

Appelsínur:

Appelsínur eru ekki bara auðugar af C-vítamíni, heldur eru þær einnig hitaeiningasnauðari en flestir aðrir ávextir. Tilgangurinn ætti aldrei að vera sá að borða alveg kaloríulausar matvörur, heldur að halda hitaeiningum í skefjum.

100 grömm af appelsínum innihalda einungis 47 kaloríur.

Grænkál:

kálhaus

Grænkál er oftlega sagt geta hindrað vöxt krabbameinsfruma og er talið vera styrkjandi fyrir hjartað, en það er ekki allt – því grænkál getur líka haldið  þyngdinni í skefjum. Sumir segja að grænkál sé svo hitaeiningasnautt að líkaminn brenni fleiri kaloríum við að innbyrða kálið en þær kaloríur sem grænkálið inniheldur. Þá er líka frábært að gera kálsúpu, sem er sneisafull af næringarefnum og holl fyrir sálina um leið.

100 grömm af káli inniheldur 25 hitaeiningar.

aspas

Aspas:

Aspas er dásamlegur og þó grænmetið sé oftar en ekki borið fram sem meðlæti með mat, þá er frábært að borða hreinan aspas á milli mála; hann er trefjaríkur og kaloríusnauður og getur vel seðjað sárasta hungrið – grillaður, ferskur, niðurskorinn og gufusoðinn. Þú ræður!

100 grömm af aspas inniheldur 25 kaloríur.

rauðrófur

Rauðrófur:

Best er að gufusjóða eða grilla ferskar rauðrófur ef ætlunin er að borða þær eintómar. Þá má afhýða rauðrófurnar líka til að milda aðeins bragðið, en gættu þín á því að súrsaðar rauðrófur gætu innihaldið örlítið meira magn af kaloríum en er uppgefið hér að neðan. Rauðrófur eru stútfullar af andoxunarefnum og eru dásamlega hollar.

100 grömm af rauðrófum inniheldur aðeins 43 hitaeiningar.

fotolia_13777345_XS

Gúrkur:

Gúrkur innihalda svo hátt hlutfall af vatni að ekki ætti að koma á óvart að þær eru hitaeiningasnauðar. Þess vegna eru gúrkur frábær viðbót í salatskálina, með öðru hitaeiningasnauðu káli og grænmeti.

100 grömm af gúrkum innihalda aðeins 16 kaloríur.

Sítrónur

Sítrónur:

Þó eintómar sítrónur séu í sjálfu sér ekki fýsilegur valkostur fyrir millisnarl eru þær frábær bragðauki fyrir ískalt vatn og það má kreista sítrónur yfir fisk, kjöt og út á salat án þess að hafa nokkrar áhyggjur af því að ferskur safinn bæti á kaloríufjöldann. Sítrónur eru líka sneisafullar af andoxunarefnum og C-vítamíni.

100 grömm af sítrónusafa inniheldur einungis 29 kaloríur.

img_full_58759

Blómkál:

Blómkál er hitaeiningasnautt, næringarríkt og ljúffengt, en blómkál er líka talið vera styrkjandi fyrir æðakerfi og meltingarfæri. Frábær viðbót þegar halda á í við þyngdina og mjög hitaeiningasnautt.

100 grömm af blómkáli inniheldur aðeins 25 kaloríur.

Portabello mushroom

Sveppir:

Litlu skiptir hvernig sveppir verða fyrir valinu; allar gerðir ætisveppa eru kaloríusnauðar og svo eru sveppir líka ljúffengir á bragðið. Það eina sem þarf að gæta að er smjörmagnið þegar sveppirnir eru steiktir á pönnu, en meira að segja 100 grömm af stóru og ljúffengu Portabella sveppunum inniheldur einungis 22 kaloríur.

Chanterelle sveppirnir eru örlítið ríkari af hitaeiningum, en 100 grömm innihalda 38 kaloríur.

vatnsmelóna

Vatnsmelóna:

Þó vatnsmelónan sé dísæt á bragðið, inniheldur hún örfáar kaloríur. Ótrúlegt en satt; vatnsmelónan er stútfull af andoxunarefnum og örvar meltinguna en er þó best í hæfilegum skömmtum.

100 grömm af vatnsmelónu inniheldur einungis 30 kaloríur.

Verði ykkur að góðu!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!