KVENNABLAÐIÐ

„Að vera vegan fyrir dýrin…er hrein geðveiki og ekkert annað“

Ævar Austfjörð skrifar um vin sinn: Það er frábært að heyra sögur af fólki sem nær að endurheimta heilsuna og nær tökum á lífinu með breyttu og bættu mataræði. Fjöldi fólks stígur fram nánast daglega og segir stolt frá árangrinum.
Hinsvegar eru sumir að koma úr þannig umhverfi og félagsskap að þeir kjósa að koma ekki fram undir nafni.
Þessi ungi fyrrum vegan🌵 vill ekki koma fram undir nafni þótt hann sé stoltur og ánægður með að hafa endurheimt heilsuna. Ástæðan sem hann gaf mér?!

Þetta er svo klikkað

Hann segir: „Eftir rúmlega fimm ár af því að vera vegan hef ég loksins horfst í augu við það að það var að valda mér skaða.
Ég reyndi allar tegundir af veganisma… restrict 100% lífrænt og hrátt, high carb/low fat, high fat, borða hvað sem er svo lengi sem það var vegan, fasta til að ná upp heilsunni. Alltaf var ég orkulítill, lasinn, með gífurlega mikla magaverki og fannst bara eins og eitthvað væri ekki í lagi. Ekkert af þessu virkar til langtíma og til að taka það fram þá augljóslega tók ég bætiefni af bestu sort af því sem ég taldi mig vanta og í það fóru fleiri hundruð þúsund krónur… í eitthvað sem ég hef enga hugmynd um hvort eða hvernig takist upp í líkamanum mínum.

Myndin er af Ævari Austfjörð, ekki þeim sem getið er í greininni.
Myndin er af Ævari Austfjörð, ekki þeim sem getið er í greininni.

Það var vægast sagt erfitt fyrir mig að taka skrefið í þá átt að byrja að borða kjöt og dýraafurðir aftur og vildi ég enn trúa því að það sé hægt að gera það og líða vel. Hugsunarmynstrið og trúin á það að þetta sé það eina rétta og öllum geti liðið vel er svo sannfærandi að maður hlustar ekki á rök, bara að vegan „rannsóknir“ ná í gegn. En sannleikurinn er sá að á engum tíma í mannkynssögunni hefur 100% vegan mataræði verið til, einhver samfélög borðuðu plant based sem vegan fólk hefur tekið og áfmáð þýðingu og túlkað á þann hátt sem hentar. Plant based þýddi það að plöntur væru undirstaða, en ásamt dýraafurðum. 15 næringarefni fáum við ekki úr plöntum og plöntufæðu, ásamt því að baunir og margt grænmeti er uppfullt af anti nutrients sem geta komið í veg fyrir upptöku á þeim næringarefnum í matnum okkar. Þar að auki framleiðum við ekki okkar eigin saturated (mettaða) fitu eins og t.d. beljur sem hafa getuna til að melta gras og breyta í saturated fitu og hún er okkur lífsnauðsynleg.

Eftir þrjá mánuði af því að borða dýraafurðir finn ég mikinn mun á mér, mér finnst við mannkynið ekki lengur vera plága sem herjar á jörðina og ég finn fyrir þakklæti þegar ég borða kjöt. Eftir öll þessi ár af veganisma þá get ég ekki litið framhjá því þegar ég borða kjöt að ég sé að borða hold, fyrst fannst mér það erfitt en nú sé ég þetta sem órjúfanlegan part af náttúrunni og finnst ég vera partur af henni. Ég reyni eftir bestu getu að velja lífrænt og grasfætt kjöt og er meira vakandi fyrir því hvaðan maturinn minn kemur.

Auglýsing
Að sjá viðbrögð frá fólki sem aðhyllist veganisma yfir fólki sem gefst upp á þessu er rosalegt, fólk á YouTube fær morðhótanir fyrir að skipta um mataræði því þeim leið illa og það var að drepa það hægt og rólega… Það fyrir mér – á þeim stað sem ég er í dag – er hrein geðveiki og ekkert annað. Að vera vegan fyrir dýrin… en sýna samt þennan hatur í garð þinnar eigin tegundar, þetta er rökvilla.

Þar að leiðandi eru monocrops og ofræktun af sömu plöntum á sama jarðsvæði það sem er að rústa heilu vistkerfunum. Svo mörg dýr upplifa hræðilegan dauðdaga vegna eitrunar á svæðum þar sem verið er að ofrækta grænmeti, dauðdaginn getur tekið upp í tvo daga og ekkert af kjötinu er nýtt á neinn hátt! Ef þú vilt líta á þetta svona ertu alltaf að valda skaða… líf þrífst á lífi.

Auglýsing
Annaðhvort geturðu valið að rækta plöntunar þínar með tilbúnum áburði og efnum eða úr hreinum úrgangi úr dýrum, oft á tíðum er þörungum og beinum blandað í jarðveg til að styrkja hann og virkar það vel. Ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta er sú að kannski verður þetta til þess að einhver, sem er búinn að vanrækja líkamann sinn, er búinn að finna fyrir þunglyndi, kvíða, óútskýranlegri vanlíðan á vegan mataræði og hefur verið tilbúinn til að taka allt inn í myndina…

Allt nema það kannski er það sem þú ert að borða er að valda þessu, við erum ekki gerð til þess að lifa á pillum og gervikjöti, það hefur aldrei verið reynt áður og þú þarft ekki að leita langt til þess að sjá raunverulegu afleiðingarnar.
Gangi þér vel.“

#yes2meat #kjötasvo

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!