KVENNABLAÐIÐ

Besti staðurinn til að stunda kynlíf er ekki í svefnherberginu

Þegar kemur að kynlífi hallast flest pör að því að stunda það í svefnherberginu. Samkvæmt lækninum Dr Shahzadi Harper ætti þó að íhuga aðra staði heimilisins til þess, ekki síst til að krydda kynlífið.

Auglýsing

Dr Harper, sem er sérfræðingur í kynhvöt og breytingarskeiði kvenna, segir að besti staðurinn til að stunda kynlíf sé eldhúsið.

Þrátt fyrir að það virðist ekki mjög hreinlegt, segir hún að það sé einn augljós kostur við eldhúsið. Hann sé sá að maður brennir mun fleiri hitaeiningum þegar fjörið færist þangað. Sagði hún í viðtali við Star: „Eldhúsið er besta herbergið til kynlífs, eldhúsborðið eða borðflöturinn er hagnýt stoð.”

Auglýsing

„Mér finnst líka að ein góð stelling fyrir konur og þegar þú talar um að brenna hitaeiningum, sem er góð og það er í borðstól. Hann situr og þú situr klofvega á honum. Sem konan í þessu tilfelli brennir þú fleiri hitaeiningum í þessari stellingu.”

Margar rannsóknir hafa verið framkvæmdar á undanförnum árum til að athuga hversu mörgum hitaeiningum kynlíf brennir. Sumir segja að hálftíma stund geti brennt allt að 150 he sem er svipað og að skokka í 15 mínútur.”