KVENNABLAÐIÐ

Caitlyn Jenner: „Stærsta hindrunin sem ég þurfti að yfirstíga var óttinn við að særa“

Caitlyn Jenner tók við hugrekkisverðlaunum Arthur Ashe, eða ESPY viðurkenningunni sl. miðvikudagskvöld og hélt þróttmikla ræðu á sviði, en raunveruleikastjarnan og fyrrum Ólympíuverðlaunahafinn lét einlæg orð falla; ummæli um réttindi transfólks sem hafa vakið athygli og hlotið lof á heimsvísu.

Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Caitlyn kemur opinberalega fram síðan hún steig fram fyrir heimsbyggðinni á forsíðu Vanity Fair sem kona í júní sl. eins og SYKUR greindi frá. 

556cc5f54ae56e586e4586a9_t-caitlyn-jenner-july-2015-vf-01
Caitlyn þakkaði Diane Saywer sérstaklega fyrir vandaða umfjöllun um ferlið

Caitlyn lét hjartnæm orð falla um umbreytingaferlið sjálft og kynleiðréttingaraðgerðina en hún þakkaði meðal annars börnum sínum fyrir einlægan stuðning og móður hennar sjálfrar, sem einnig var viðstödd viðburðinn. Mesta athygli vöktu þó ummæli Caitlyn um réttindi transfólks.

Transfólk á virðingu og mannúð skilið. Því sú virðing sem transfólk á óumdeildan rétt á fæðir af sér samfélag sem einkennist af umburðarlyndi og kærleika, víðsýni og betra samfélagi fyrir okkur öll.

Þá kom Caitlyn einnig inn á það einelti, hatursglæpi og hótanir sem transfólk víða um veröld þarf að lifa við í daglegu lífi; skelfingu og vanlíðan sem fæðir af sér ótta og erfiðleika sem transfólk þekkir mæta vel og leiðir oftlega af sér einangrun og aðskilnað frá eigin ástvinum.

11698680_833857913377617_7847110716040909002_n

Caitlyn var grátklökk þegar hún beindi loks orðum sínum að eigin fjölskyldu; börnum og stjúpbörnum sem öll voru viðstödd afhendinguna og sagðist afar þakklát fyrir veru þeirra í salnum.

Ég vil fyrst og fremst þakka fjölskyldu minni fyrir allt. Stærsta hindrunin sem ég þurfti að yfirstíga var óttinn við að særa einhvern, því það var aldrei ætlun mín. Það er mér einlægur heiður að hugtakið HUGREKKI skuli tengt við nafnið mitt. Þó kemur annað orð í huga minn þar sem ég stend hér og held þessa ræðu og það er … LÁNSÖM.

Hjartnæma ræðu Caitlyn á ESPY má sjá í heild sinni hér:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!