KVENNABLAÐIÐ

G L Æ S I L E G T: Hæstiréttur Bandaríkjanna LÖGLEIÐIR hjónabönd samkynhneigðra í ÖLLUM 50 RÍKJUM

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að bann við hjónabandi samkynhneigðra brjóti í bága við stjórnarskrá á grundvelli mannréttinda og kvað upp ákvörðun sína í dag, föstudaginn 26 júní 2015 og þar með hafa hjónabönd samkynhneigðra verið leidd í lög í öllum 50 fylkjum Bandaríkjanna.

Áfanginn þykir einn merkasti í sögu réttindabaráttu samkynhneigðra vestanhafs, en úrskurður Hæstaréttar er endanlegur og gerir að verkum að nú er samkynhneigðum loks heimilt að ganga í hjónabönd í öllum 50 fylkjum Bandaríkjanna.

2014125495917d97dcf

Anthony Kennedy, einn þeirra fimm hæstaréttardómara sem úrskurðaði samkynhneigðum í hag lét þessi orð falla við dómskúrskurðinn:

Samkynhneigðir skuli ekki vera dæmdir til að lifa í einmanaleika og útilokun frá einni elstu samfélagslegu reglugerð mannkyns, þeas. hjónabandinu sjálfu. Samkynhneigðir óska eftir jafnræði á grundvelli mannréttinda og stjórnarskráin tryggir þeim þann sjálfsagða rétt.

Hjónabönd samkynhneigðra voru enn ólögleg í 13 ríkjum Bandaríkjanna, meðal annars í Alabama, en banninu hefur nú verið aflétt með öllu við hávær mótmæli íhaldssamra Bandaríkjamanna sem hafa margir hverjir látið misgáfuleg ummæli falla vegna úrskurðar Hæstaréttar.

Úrskurðurinn þykir ekki einungis marka spor í réttindasögu samkynhneigðra, heldur er einn merkasti atburður í sögu mannréttinda í Bandaríkjunum allt frá árinu 1967 þegar hæstiréttur felldi úr gildi bann við hjónabandi einstaklinga af ólíkum kynþætti.

REUTERS greindi frá

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!