KVENNABLAÐIÐ

KRAFTAVERKAVIKA: – Náðu tökum á ÞYNGDINNI á SJÖ daga KÚRNUM!

Í alvöru, gott fólk. Öll ferðalög hefjast á einu skrefi og þannig er ástundun heilbrigðra venja ekkert sem hægt er að tileinka sér á einni nóttu – hvað þá einni viku. Sjö daga kúrinn er skemmtilegur, hann þjónar því hlutverki að kynna heilbrigðar lífsvenjur og ábyrgt val á hráefnum. En kúrinn þarf ekki að enda að loknum sjö dögum – hann er skemmtilegur, hann er auðveldur og ferlega forvitnilegur í þokkabót.

Ef þú ert í vafa um hvernig á að byrja þrautagönguna sem leiðir til þyngdarstjórnunar, ert að velta því fyrir þér hvort matmálstímar muni einkennast af sellerínarti og örsmáum munnbitum ævina á enda – prófaðu þá sjö daga kraftaverkakúrinn – hann er kemur skemmtilega á óvart og hver veit nema leikurinn reynist svo auðveldur að vert sé að endurtaka í næstu viku!

Við ætlum að prófa – ertu með?

real-food-earthy-crunchy-mama

#1 – Sunnudagur: ENGIN UNNIN MATVÆLI!

Þumalfingurreglan er þessi – ef þú getur ekki borið fram innihaldsefnin, þá skaltu láta pakkninguna vera. Farðu frekar i þá deildina í matvöruversluninni þar sem enga merkimiða er að finna á vörunum!

641963-cocktail-sauce

#2 – Mánudagur: LÁTTU GLASIÐ VERA!

Vissir þú að áfengir drykkir geta valdið vökvaskorti? Áfengi er líka ríkt af hitaeiningum og veldur sultartilfinningu. Rannsóknir hafa sýnt að fólk innbyrðir að öllu jöfnu fleiri kaloríur skömmu eftir inntöku áfengis.

fotolia_3193396_XS

#3 – Þriðjudagur: TREFJAR, TREFJAR, TREFJAR!

Auðvitað getur verið freistandi að sneiða hjá öllum kolvetnum, en ekki gleyma trefjaríkum mat sem er saðsamur og veitir þægindatilfinningu í maga. Prófaðu að strá hörfræjum út á jógúrt eða söxuðum möndlum út á salatdiskinn.

La Dieta

#4 – Miðvikudagur: BRENNSLA, BEIBÍ!

Reglubundnar máltíðir sem teygja sig yfir þveran daginn geta haldið hungrinu í skefjum og skapinu í lagi. Taktu miðið á þrjár litlar máltíðir á dag (300 til 350 kaloríur hver) og tvær millisnakkmáltíðir (100 til 150 kaloríur hver).

 

d8001129777370a7d04c4f514650dbca

#5 – Fimmtudagur: GRÆNT ER GOTT!

Brokkólí, laukur og piparkorn geta öll valdið því að maginn verður þaninn og fullur af lofti. Haltu þér við vatnsríkt grænmeti eins og gúrku, spinat og aspas. Bananar, sem eru ríkir af pótassíum og appelsínur eru líka vatnslosandi.

 

Front_20image_drinking_water

#6 – Föstudagur: VATNSLOSANDI!

Vissir þú að frumurnar gæta að vatnsforðanum í líkamanum og að skorti líkamann vökva, þá geyma frumurnar vökvann í forðabúri sínu? Drekktu tvo til þrjá lítra af vatni á dag. Drekktu hægt og örugglega, ekki þamba vatnið. Vatnið skilst mjúklega út í blóðstreymið fremur en að renna beint gegnum nýrun með þessum hætti og þá þarftu ekki að pissa á fimm sekúndna fresti!

 

nyny-breakfast-04

#7 – Laugardagur: STÓRI LOKADAGURINN!

Fáðu þér heilnæman, próteinríkan morgunverð sem veitir saðsama tilfinningu og bægir gervihungrinu á brott! Til dæmis þennan hafragraut, sem er algjört æði!

Verði þér að góðu!

Heimild: WomensHealthMag

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!