KVENNABLAÐIÐ

Þrjú bestu ráð Jillian Michaels til að grennast!

Einkaþjálfarinn vinsæli, Jillian Michaels er ekki hrifin af ketó-mataræðinu eins og við sögðum ykkur frá um daginn. En hvað telur hún besta ráðið til að grennast? Hér eru hennar þrjár aðaláherslur í þeim efnum.

Rétt´upp hönd ef þú hefur átt í vandræðum með viktina? Ok, allir? Það hljómar líklega. ef þér finnst þú ekki ná neinum árangri, sama hvað þú reynir eru kannski fáein trikk sem þú hefur ekki prófað og Jillian Michaels gæti haft handa þér…nokkur smáatriði sem geta hafa komið í veg fyrir að þú náir árangri.

Auglýsing

Í fyrsta lagi…

Bara hreyfing

„Stærstu mistökin sem ég sé er þegar fólk vinnur ekki með hreyfinguna sína ásamt hitaeininga-stjórnuðu mataræði,“ segir Jillian við PopSugar. „Ef þú borðar fleiri hitaeiningar en þú brennir á dag geymir líkaminn þær sem fitu.“

Ef þú ert þegar að fylgja heilbrigðu mataræði sem inniheldur ávexti, grænmeti, trefjar, fitulítið kjöt og hollar fitur en grennist ekkert gæti vandinn verið skammtastærðin. Avókadó, döðlur og fitumikil jógúrt eða grísk eru á holla matseðlinum en skammtastærðin er frekar lítil. Einn skammtur af avókadó er einn þriðji af ávextinum!

Þrátt fyrir að talning hitaeininga sé það síðasta sem þú nennir að gera er það hinsvegar mjög öflugt grenningartæki og getur hjálpað þér að sjá hvort þú ert að borða meira af hitaeiningum en þú þarft.  MyFitnessPal er öflugt app til að sjá neysluna þína og getur gefið þér tilfinningu fyrir heitaeiningafjöldanum sem þú innbyrðir. Um leið og þú ert búin/n að átta þig getur þú farið að snæða með meðvitund.

Auglýsing

Að slaka of mikið á

Jillian segir að margir mikli fyrir sér getu sína þegar kemur að hreyfingu og hrindra þannig fyrir sér sjálfum að sjá árangur fyrr. Ef þú ert búin/n að ganga í tvo mánuði ættirðu að geta skokkað einu sinni til tvisvar í viku. Ef þú ert að lyfta – reyndu að bæta við settin eða þyngja.

Jillian ráðleggur að ná hjartslættinum upp í 80% af hámarkinu, þannig til mikils er að vinna til að fá sem mest út úr ræktinni. Hægt er að ná sér í fitness tracker eða smartúr til að auðvelda lífið.

Að breyta aldrei um hreyfingu

Þrátt fyrir að ganga sé frábær æfing og geti hjálpað er þess virði að prófa nýjar aðferðir eða íþróttir líka. Jillian mælir með að skipta um rútínu á tveggja vikna fresti – ekki bara til að brenna fleiri hitaeiningum heldur líka til þess þér leiðist ekki.

Kíktu á námskeiðin sem eru í boði – það er meira þarna en þú heldur!

Heimild: EatingWell.com

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!