KVENNABLAÐIÐ

L G B T: Börn ræða kynleiðréttingarferli CAITLYN JENNER í fullri einlægni

Varla hefur farið framhjá neinum að Caitlyn Jenner, áður Bruce Jenner, undirgekkst umtalaða kynleiðréttingaraðgerð á dögunum og kom fram fyrir heimsbyggðinni á forsíðu Vanity Fair í kjölfarið sem glæsileg, sjálfsörugg og gullfalleg eldri kona.

Fúkyrðaflaumurinn lét ekki á sér standa í kjölfarið og þannig hafa þekktir leikarar og tónlistarmenn á borð við Clint Eastwood, Chris Brown og Snoop Dog lýst yfir viðbjóði og undran sinni á Twitter. Samtímis hafa stuðningsyfirlýsingar borist úr öllum áttum og um stund var engu líkara en að veraldarvefinn ætlaði hreinlega um koll að keyra.

En börnin vita sínu viti. Og liggja ekki á skoðunum sínum heldur. Í þessu frábæra myndbandi sem sjá má hér að neðan ræða grunnskólabörn viðhorf sín og skoðanir til kynleiðréttingaraðgerða og fólks sem fæðist í röngum líkama.

Hún á bara að fá vera hún sjálf. Ef hún er kona þá á hún að vera kona.

En það er ekki allt. Því börnin ræða líka þær neikvæðu og ljótu athugasemdir sem þekktir einstaklingar hafa látið falla um Caitlyn og ákvörðun hennar að stíga loks hið langþráða skref, – orð og ummæli sem jafnvel hafa gefið í skyn að Caitlyn sé sjúk manneskja og glími við geðröskun.

Þetta fólk er bara hrætt við breytingar. Þau vilja að allt sé eins og það var áður – að ekkert breytist – því þau höndla ekki að eitthvað sé öðruvísi.

Frábær ummæli og verð þess að taka til fyrirmyndar:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!