KVENNABLAÐIÐ

Caitlyn Jenner ætlar að opna sig varðandi ástarsamband hennar og Sophiu Hutchins

Það eru komin tvö ár síðan Caitlyn Jenner (69) sást fyrst með Sofiu Hutchins (23) en þær eru báðar transkonur. Caitlyn hefur nú skrifað undir samning hjá sjónvarpsstöðinni Lifetime um nýja raunveruleikaþætti sem kallast True Love Story: Hollywood Edition. Í fyrstu seríunni sem frumsýnd verður þann 23 nóvember næstkomandi mun fyrrum Ólympíuverðlaunahafinn og transaktífistinn Cait kynna fyrir áhorfendum kærustuna Sofiu og sýna þeim hvernig hún býr í Malibu, Kaliforníu.

Auglýsing

Kynnir í þáttunum verður hin ástralska Serena DC, en hún hefur unnið með Cait áður í þáttunum I Am Cait og Keeping Up With the Kardashians.

Auglýsing

Mun verða von á smáatriðum í sögu þeirra og talsmaður þáttanna segir: „Breytingaferli Caitlyn hefur verið í fréttum um allan heim og árið 2015 seldist upp upplag Vanity Fair þegar hún kom út.”

„Meira en 17 milljón áhorfendur sáu viðtalið við hana hjá Diane Sawyer og Serena vonast til að ná svo innilegu samtali við Cait í þáttunum.”

Caitlyn og Sophia hafa báðar „talað sambandið niður” svo að segja – en nú verður kominn tími á opinberun og hreinskilni gagnvart öllu.

Í þáttunum koma fram gestir á borð við Corey Feldman, Mya, Eden Sassoon, Daniel Goddard og Deepak Chopra.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!