KVENNABLAÐIÐ

Te sem hjálpar þér að brenna hraðar og léttast

Ein af vanmetnustu leiðum til að örva brennsluna í líkamanum er að drekka te sem eru rík af andoxunarefnum, en sumar tegundir af te hraða á efnaskiptum okkar 90% meira en kaffi. Þó svo að grænt te hafi fengið mesta athygli okkar í þessum efnum þá eru fleiri tegundir sem hjálpa okkur að örva brennslu, léttast og hreinsa líkamann.

1. Stjörnu anais te – bætir meltinguna

Star-anise-tea
Stjörnu anais er ávöxtur af litlu tré sem vex í Kína og hægt er að nota til að bæta meltinguna og reynist frábærlega ef þér er óglatt, með í maganum eða ert uppþembd.
2. Porangaba te – fitubrennsla

Porangaba-tea
Te planta sem gefur af sér ávöxt sem líkist kaffibaun. Þetta vex í Suður Ameríku og er selt við strendur þar ef þú ert stödd í nágrenninu. Það inniheldur koffín, kalíum og ýmis efni sem stuðla að fitubrennslu. Það eykur efnaskiptin og minnkar matarlyst og er vatnslosandi.
3. Piparmyntute – matarlyst

Health-benefits-of-Peppermint-Tea

Piparmyntute hraðar á meltingu og hjápar þér að brenna fleiri hitaeiningar. Hægt að drekka bæði heitt og kalt.
4. Hvítt te – brennir fitu

1370522140_3

Búið til úr ungum telaufum og er mjög áhrifaríkt í að berjast við bakteríur, veirur og sveppi. Hvítt te stöðvar framleiðslu á nýjum fitufrumum og örva fitubrennslu.

5. Grænt te – hraðar á brennslu

green-tea-592x393

Vísindamenn segja að efni sem kallast EGCG í grænu tei örvi efnaskiptin og það er þessvegna sem fólk sem drekkur mikið af grænu tei léttist. Það er einnig sagt lækka blóðsykurinn. Það er ríkt af andoxunarefnum og þar á meðal efninu catechin sem hjálpar okkur að brenna fitu.

Þýtt af trimdownclub.com

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!