KVENNABLAÐIÐ

H Ú S R Á Ð: Stórsniðugt ráð til að HRESSA upp á STOFUTEPPI!

Sælar elskurnar. Frúin hér. Það er kominn svona smá helgarfiðringur í Frúnna. Sykurmolinn farinn að iða og svona. Svo þetta verður allt voða stutt í dag. 

Alla vega. Haldið þið að Frúin hafi ekki fundið þetta fína húsráð á netinu. Inniheldur ísmola og ekkert meira. Soldið lekkert. Snýst um að ýfa upp teppi. Já! Frúin sagði teppi, krakkar mínir! Dúnmjúkar IKEA mottur og persnesk teppi. Það er svo ægilega leiðinlegt að færa fínu húsgögnin til og sjá holur í fína teppinu.

Þetta er víst allt og sumt! Feitur og fínn ísmoli á blettinn:

dent1

 

Allt sem þarf er að láta ísmolann liggja á blettinum í smá stund. Leyfa honum að bráðna alveg. Nú, svo þegar ísinn er alveg bráðnaður, á víst bara að ýfa fallega teppið upp með teskeið (varlega, krakkar!) eða nota tíkall í verkið. Mjúkar hendur! Muna að fara varlega!

dent2

Þetta má svo gera ef dældin er stór og hringlaga. Sniðugt, ekki satt! Þolinmæði þrautir vinnur allar, elskurnar, gangi ykkur vel með teskeiðina og ísmolana!

Góða helgi, elskurnar!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!