KVENNABLAÐIÐ

H E I T T: Tvítóna varaförðun (Ombre Lips) á Instagram

Kannski tískuspegúlantarnir á Huff Post og Bustle hafi rétt fyrir sér. Að drag-drottningarnar hafi riðið á vaðið og fundið upp tvítóna varaförðun. Í það minnsta logaði tískuvikan í Milanó af litagleði og tvítóna (ombre) varaförðun var alls staðar.

Dior, Miu Miu, Prabal Gurung, Jason Wu, Kenneth Cole… og listinn heldur áfram. Allar fyrirsætur voru með tvítóna varaliti á tískuvikunni í Mílanó í ár. Tónuð varaförðun er þó langt frá því að vera ný af nálinni, tæknin er vel þekkt og hefur viðgengist um árabil.

Tónuð varaförðun (ombre) er skemmtilega dramatísk, dekkri litir henta betur fyrir kvöldförðun en það er líka ágætt að tóna varirnar að degi til, ef ljósari litir verða fyrir valinu. Hér má sjá nokkrar svipmyndir af Instagram… og tillögur að því hvernig best er að bera sig að við tvítóna varaförðun:

  1. Varablýanturinn er besti vinur þinn

Varablýanturinn er ekki bara til þess gerður að skerpa á útlínum, heldur líka til þess að mynda matta áferð á vörunum sjálfum, sem getur verið örþunnur og þekjandi grunnur sem heldur glosskenndum varalit í skefjum og hindrar að yfirliturinn renni til.

Best er að byrja á að skrúbba varirnar létt og bera svo örþunnt lag af nærandi kremi á varirnar; þetta mýkir varirnar sjálfar og gerir þær fallegri. Þú ættir líka að nota nær ósýnilegan blýant til að draga útlínu kringum sjálfar varirnar þegar þú byrjar förðunina.

  1. Ekki nota fleiri en þrjá liti og notaðu vandaðan varapensil

Tónaðan varalit (ombre varir) er hægt að bera með því að draga fyrst útlínurnar með varapensli, en draga svo örfíann pensilinn nær miðju varanna og blanda svo dekkri lit yfir þann ljósari. Dragðu því næst varapensilinn – og notaðu nú ljósan lit – frá miðju (sýnilegasta hluta) varanna út á við til að auka á dýptina og fyllinguna.

Mundu að elta ljósið

Með því að elta ljósið – eða herma eftir því hvernig ljósið fellur á sjálfar varirnar, er auðveldlega hægt að nota aðeins tvo tóna til að láta varirnar sýnast fyllri og stærri. Í raun er fallegast að nota blæbrigði úr sama litahópi, til að láta svo líta út fyrir að um áreynslulausa og náttúrulega varaförðun sé að ræða.

Ef ætlunin er að framkalla náttúrulegt útlit, skaltu velja litatón sem er örlítið dekkri en náttúrulegur litur varanna og einn tón til viðbótar sem er einum eða tveimur litatónum ljósari en varirnar sjálfar eru frá náttúrunnar hendi.

Fyrir kvöldförðun skaltu hins vegar taka mið af væntanlegri lýsingu. Þó förðunarspegillinn og um leið sterk ljósin inni á baðherbergi kunni að ýkja förðunina upp og draga fram hvert smáatriði er ekki þar með sagt að mild lýsing inni á veitingastað dragi fram skarpa drætti, eða jafnvel rökkvaður skemmtistaður. Ef tilefnið er laugardagskvöld, er þér alveg óhætt að nota  dekkri tóna.

#ombrelips

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!