KVENNABLAÐIÐ

Sumartíska 2015: TVÍTÓNA förðun fyrir þær sem ÞORA er tryllingslega FLOTT!

Þorir þú að nota liti? Elskar þú sterka tóna? Áttu erfitt með að velja HVAÐA varalit þú ættir að vera með í dag? Hvað með að nota tvo varaliti? Saman? Tískan er ótrúlega voguð nú í sumar og litagleðin er allsráðandi. Trylltar samsetningar, út fyrir rammann, tvítónaðar varir – allt er hægt. Og það sem meira er, það er SMART að vera með tvo varaliti.

Hér fara fimm útfærslur á djörfu „lúkki” sem bara þær djörfustu komast upp með, hefur yfir sér örgrandi yfirbragð og er að finna á vefsíðu Marie Claire – geggjuð tilbreyting og freistandi í sumar!

#1 – Tvítóna varir:

Hér gengur fyrirsætan fram pallinn fyrir Dior á tískuvikunni í febrúar og þetta lítur út fyrir að vera rosa maus, en er í raun og veru sáraeinfalt. Hér má sjá tvítóna varagloss frá Topshop en það er ekki erfitt að læra á „trixið” sjálft – eins og skoða má á Instagram

dior-bty-f13-001

#2 – Tvítóna á efri og neðri vör:

Fallegt, ekki satt? Svona má líka blöffa augað og láta varirnar sýnast stærri, með þvi að velja ljósari lit á efri vörina og dekkri lit á neðri vörina – en smart er að velja tvo bleika tóna eða tvo rauða tóna saman og bera á sitt hvora vörina, ljósari liturinn fer á það svæði sem þú vilt að sýnist stærri.

lepore-bty-f10-007

#3 – Doppóttar og tvítóna varir:

Doppóttar varir eru ekki fyrir þær hlédrægu. Reyndar er hér um afar djarfa förðun að ræða sem útheimtir þolinmæði, góðan varapensil og … helling af eyrnapinnum. Dásamlega ögrandi sumarförðun sem sómir sér vel úti á næturlífinu í sumar!

holly-fulton-bbt-s13-001

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!