KVENNABLAÐIÐ

Þetta einkennir fólk sem er fætt í júní

Fólk fætt í júní hefur einstök persónueinkenni sem aðskilur það frá öðru fólki. Það er kurteist, fyndið og á auðvelt með að kynnast nýju fólki og eignast vini. Sem maki er það rómantískt og fjölskyldan skiptir það miklu máli. Lestu áfram til að kynnast fólkinu sem er fætt í júní betur.

depp

1. Hugmyndaríkt

Fólk fætt í júní er alltaf að finna upp á einhverju nýju. Nýjar hugmyndir um hvað skal gera og verða í lífinu fæðast nánast í hverri viku. Ef þig vantar hugmyndir að nánast hverju sem er, þá skaltu hringja í vin þinn sem fæddur er í júní.

2. Vingjarnlegt

Fólk fætt í júní er einstaklega kurteist og vingjarnlegt. Þetta er týpan sem kynnir sig og heldur uppi samræðum við allar aðstæður. Þetta fólk kynnist ákaflega mörgum á lífsleiðinni og á einnig mjög marga nána vini. Oft eru þeir sem eiga flesta vini á samfélagsmiðlunum fæddir í júní.

3. Hörundsárt

Fólk fætt í júní móðgast auðveldlega og þú þarft að vanda orð þín í kringum það. Það á það til að taka persónulega til sín hluti sem ekki eru illa meintir og móðgast.

4. Dagdraumar

Fólk fætt í júní kýs að flýja frá ys og þys daglegs lífs og láta sig dreyma. Það dreymir um að það sé frægt, vinsælt, ríkt og hamingjusamt. Fólk fætt í júní á stundum erfitt með að leysa vandamál og í dagdraumum þeirra eru engin vandamál.

Angelina-Jolie-arrives-on-the-red-carpet-for-the-86th-Academy-Awards

5. Fyndið
Fólk fætt í júní eru góðir húmoristar. Þeir sjá auðveldlega spaugilegu hliðar mannlífsins og gera grín af sjálfum sér og öðrum. Er oft mjög orðheppið og fyndið. Oftast er fólk fætt í júní hrókur alls fagnaðar og vinsælt í hver skyns veislustjórn og uppákomur. Sumum finnst þetta fólk létt klikkað en við höfum gaman af því.

6. Talar mikið

Getur verið kostur og galli. Það er aldrei vandræðanleg þögn þegar fólk fætt í júní er á staðnum. Það hefur frá nógu að segja. Eini gallinn er að það getur í raun aldrei þagað og stundum getur það verið yfirþyrmandi og þreytandi að hlusta á malið í þeim endalaust.

7. Matarást

Fólk fætt í júní elskar að borða góðan mat og er oftast frábært í eldhúsinu. Elskar að prófa nýjar uppskriftir og bjóða fólki heim í mat að smakka.

48f1699457cc4404fdb9760edc21110f.960x769x1

Ef þú ert svo heppin(n) að vera fædd(ur) í júní, þá skaltu vera stolt(ur) af því og halda áfram að vera þú sjálf(ur). Þú ert einstök eins og þú ert. 
Þekkir þú einhvern sem er fæddur í júní? Deildu þessu með henni/honum.

Frægt fólk fætt í júní:  Marilyn Monroe, Morgan Freeman, Angelina Jolie, Russell Brand, Johnny Depp, Natalie Portman, Nicole Kidman, Meryl Streep, Ariana Grande, Khloe Kardashian og fleiri og fleiri.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!