KVENNABLAÐIÐ

Smáatriði sem benda til þess að makinn sé að halda framhjá

Að óttast um að makinn haldi framhjá er skelfileg tilfinning. Skjóti sú tilfinning rótum hjá þér muntu að öllum líkindum verða heltekin/n af henni og þú kannt að leita að ýmsum merkjum þess til að staðfesta stærsta ótta þinn.

Auglýsing

25% Breta játa að hafa haldið framhjá og því miður telja 29% að makinn sé eða hafi haldið framhjá.

Hver eru einkennin?

Samkvæmt rannsóknum eru nokkur smáatriði, breytingar í hegðun makans, sem geta staðfest að hann (eða hún, að sjálfsögðu!) sé að halda framhjá.

Auglýsing

Þau eru eftirfarandi:

 • Hann fer að vinna frameftir
 • Hann heldur símanum hjá sér öllum stundum
 • Hann fer að eyða tíma með vinum sem þú þekkir ekki
 • Hann breytir lykilorðinu á símanum/samfélagsmiðlum
 • Hann breytir um fatastíl
 • Hann kaupir sér nýjan rakspíra eða ilmvatn
 • Hann fer að krefjast meira kynlífs en áður
 • Hann eyðir Facebookreikningnum sínum
 • Hann fer að breyta kynlífsvenjum ykkar
 • Hann kaupir óvæntar gjafir handa þér
 • Hann kvartar um endalausa þreytu

Helmingur þátttakenda í rannsókninni sagðist aldrei geta fyrirgefið eiginmanninum eða -konunni ef hann eða hún héldi framhjá, en um 39% sagðist myndi vilja halda áfram. Einn af hverjum tíu sagðist vera líklegur til að fyrirgefa eina nótt frekar en skipulagt langtíma framhjáhald.

Áhugavert var eitt varðandi niðurstöðurnar – 13% sagðist myndi vera skeytingarlaus varðandi framhjáhald ef sambandið myndi verða betra eftir það.

Heimild: Mirror.co.uk