KVENNABLAÐIÐ

YNDISLEGT – Grænlendingar lögleiða loks hjónabönd samkynhneigðra

Hjónabönd samkynhneigðra eru loks orðin að lögum í Grænlandi. Þarlent þing samþykkti nýja lagasetningu þriðjudaginn 26 maí og nú njóta samkynhneigðir því sömu lagaréttinda og gagnkynhneigð hjón. Enginn viðstaddur þingmaður hreyfði andmælum við lagasetningunni.

Grænland lýtur danskri stjórn, en hjónabönd samkynhneigðra voru leidd í lög í Danmörku árið 2012. Þó samkynhneigðir hafi notið ákveðinna réttinda sem sambúðarfólk, var frumvarp um lagaheimild til hjónabands ekki lagt fram á grænlenska þinginu fyrr en í október á síðasta ári og lögin tóku svo loks gildi í gær.

Nítján lönd í fimm heimsálfum hafa þegar lögleitt hjónabönd samkynheigðra, en þau eru: Holland, Belgía, Spánn, Kanada, Suður-Afríka, Noregur, Svíþjóð, Portúgal, Ísland, Argentína, Danmörk, Frakkland, Brasilía, Úrúgvaí, Nýja Sjáland, Bretland, Lúxemborg, Finnland og Írland.

Borgaraleg hjónavígsla samkynhneigðra para er að sama skapi lögleg í nokkrum fylkjum Bandaríkjanna sem og í Mexíkó. Þá hefur slóvenska þingið lagt fram frumvarp til lagasetningar um hjónabönd samkynhneigðra, sem var samþykkt í mars á þessu ári en ekki hefur enn gengið frá lagabreytingunni sjálfri.

Enn sem komið er hafa samkynhneigðir á Grænlandi einungis rétt til stjúpættleiðingar og njóta lesbíur meiri réttinda sem foreldrar en samkynhneigðir karlar, en lög til tæknifrjóvgunar samkynhneigðra kvenna voru færð í lög þar í landi árið 2006. Réttur samkynhneigðra para  til ættleiðinga mun festur í lög innan tíðar, eða þann 1 október 2015.

Til hamingju, Grænlendingar!

greenland-gay-pride-woman-flag

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!