KVENNABLAÐIÐ

SQUAT-GIF: Stældu stíft æfingakerfi Jen Selter og fáðu ÞRÝSTINN BOSSA!

Þrýstnasti bossi veraldar, síðan Kim Kardashian kom, sá og sigraði hér um árið, er fagurskapaður afturendi Manhattan-mærinnar Jen Selter sem er einungis tvítug að aldri. Jen er ekki bara dugleg í ræktinni, heldur þverneitar hún með öllu að hafa undirgengist lýtaaðgerðir (sem er eitthvað annað en beibið hún Kim, sem örugglega er með stælta sílikon-púða í djúsí bossanum).

Jen er með einn af frægari bossum heims og æfir stíft í ræktinni:

11312169_849422035138730_205686973_n

Reyndar er stúlkan svo eftirsótt að hún fær ekki frið í ræktinni og þarf að æfa á einkastöð, svo mikla athygli hafa Instagram deilingar hennar vakið, en hún er með yfir 2 milljónir fylgjenda. Spurningin er því þessi; HVERNIG fékk Jen svona þrýstinn bossa? Er þetta allt bundið í gen eða þrælaði hún fyrir stæltum rassvöðvunum með þrotlausum æfingum?

Þrotlausar æfingar, já … ekki ber á öðru!

11111396_820986394605013_718577506_n

Jen er dugleg að deila leyndarmálinu að baki árangrinum og sagði þannig COSMO frá því hvernig best er að þjálfa rassvöðvana. Reyndar má leita fylgjendur stúlkunnar uppi gegnum Instagram með því að slá inn leitarmerkið #seltering – en hér fara fimm frábærar rassæfingar sem hleypa blóðstreyminu af stað:

resizedgif1

#1 – ASNASPARK:

Farðu niður á fjóra fætur, axlarbreidd milli handleggja og hafðu mjaðmabreidd milli hnjástöðu. Haltu hægri fætinum uppi og krepptu hnéð í 90 gráðu stöðu – lyftu hægri fætinum og þrýstu hælnum upp í loft þar til fóturinn nær í beina línu ofan við bossann. Herptu vöðvana og látu fótlegginn síga hægt niður á við í byrjunarstöðu en ekki láta hnéð snerta gólfið. Endutaktu 15 sinnum og skiptu svo um fótlegg.

resized2gif

 

#2 – HUNDAVAÐ

Farðu niður á fjóra fætur, axlarbreidd milli handleggja og hafðu mjaðmabreidd milli hnjástöðu. Haltu fótleggjunum í beinni línu við gólf og beygðu hnén, lyftu nú vinstri fætinum upp og út til hliðar þar til lærleggurinn er í beinni línu við gólfið. Herptu rass- og magavöðvana og láttu fótlegginn síga rólega niður í áttina að gólfi en ekki tylla hnénu í gólfið. Endurtaktu 15 sinnum og skiptu svo um fótlegg.

3resizedgif

 

#3 – STÓLASPARK

Náðu þér í stól með háu baki og snúðu setunni frá þér. Tylltu höndunum á stólbrúnina og stattu bein í baki – armslengd frá stólnum, hafðu fætur saman og styddu þig við stólbrúnina með báðum lófum til að halda jafnvægi. Hallaðu þér örlítið fram og lyftu hægri fæti beint aftur á við. Hnén skulu vera bein en alls ekki læst. Herptu rassvöðvana þegar þú lyftir fætinum upp og gættu þess að mjaðmirnar séu í beinni línu við stólinn. Ekki snúa mjöðmunum til hliðana þegar þú sparkar fætinum aftur á við. Lyftu fætinum eins hátt og þú ræður við og láttu síðan fótlegginn síga hægt og rólega niður í byrjunarstöðu aftur. Endurtaktu 10 sinnum og skiptu svo um fótlegg. Gerðu tvö sett af þessari æfingu.

ezgif-1625495041

 

#4 – PÚLSINN

Komdu þér fyrir í standandi stöðu með fætur örlítið gleiða – taktu mið af axlabreidd og vertu örlítið útskeif. Lyftu handleggjunum út og haltu þeim í beinni línu við axlir. Beygðu nú hnén þar til þú stendur í 90 gráðu stöðu, krepptu magavöðvana og haltu bakinu þráðbeinu. Haltu stöðunni (ekki láta bossann síga niður) og púlsaðu upp og niður svo bossinn lyftist upp og niður á við. Gerðu þetta tíu sinnum, þar til þú stendur upp aftur og slakar á. Aðalgaldurinn er að halda stöðunni allt til enda; ekki standa upp fyrr en þú ert búin með tíu skipti. Endurtaktu 15 sinnum og gerðu settið þrisvar sinnum.

 5resizedgif#5 – SPARKIÐ

Byrjaðu á því að standa örlítið gleið og útskeif. Haltu handleggjunum beint út, beygðu þig niður þar til bossinn er örlítið neðar en hnén. Gættu þín á því að hnén séu örlítið aftar en tærnar þegar þú beygir þig niður. Ef hnén skaga fram fyrir tærnar, þá þarftu að standa örlítið gleiðari. Reistu þig þar næst alveg upp í upprétta stöðu, lyftu fætinum eins hátt og út til hliðar og þú mögulega getur. Láttu fótlegginn síga aftur hægt og rólega niður í átt að gólfinu. Endurtaktu tíu sinnum og skiptu svo um fótlegg. Gerðu æfinguna þrisvar sinnum fyrir hvern fótlegg.

jenselter@instagram

Þýtt og endursagt: Cosmopolitan

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!