KVENNABLAÐIÐ

FALLEGASTA GJÖFIN – Farða ungt par sem öldruð hjón: „Elskar þú mig enn í ellinni?“

Þau heita Tavis og Kristie og eru bæði á tvítugsaldrinum, en þau voru enn trúlofuð þegar kvikmyndahópurinn CUT bauð þeim að setjast niður og prófa að eldast í stól förðunarmeistara.

Sennilega eru þau Tavis og Kristie gift hjón í dag en áður en þau gengu upp að altarinu fengu þau afar sérstaka brúðkaupsgjöf frá CUT; þau fengu að líta í augu hvors annars eftir að hafa undirgengist öldrunarförðun. Viðbrögð beggja eru ótrúleg og svör þeirra við spurningum leikstjórans eru mjög fræðandi.

Parið fór gegnum þrjú mismunandi stig öldrunar, – fyrst fengu þau að sjá hvort annað á fimmtugsaldri, svo á sjötugsaldri og loks á níræðisaldri.

Ef þú ættir kristalskúlu og gætir séð inn í framtíðina – hvernig þætti þér að sjá maka þinn á níræðisaldri? Hver væru síðustu orðin sem þú myndir velja við manneskjuna sem þú elskar?

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!