KVENNABLAÐIÐ

Miley Cyrus var að skella fram sprengju um kynheigð sína

Miley Cyrus hefur breyst örlítið frá því sem við þekktum hana sem Hannah Montana. Það er ekki auðvelt að skilgreina breytinguna nákvæmlega. Hluti af breytingunni er stutta hárið, stöðugar tungu-sveiflur og stækkaðir augasteinar.

Hver svo sem breytingin í raun er þá virðist sem að stelpan stefni í rétta átt. Miley vakti athygli fjölmiðla um daginn – þó hvorki með bossadilli né röfli undir áhrifum vímuefna á Instagram, heldur fyrir það að koma á fót verulega flottri góðgerðarstofnun sem vinnur að málefnum heimilislausra ungmenna sem tilheyra LGBT samfélaginu og eru í áhættuflokki varðandi ýmislegt.

Til að vekja athygli á málefninu hélt Miley tónleika í garðinum hjá sér þar sem transgender pönk frumkvöðullinn Laura Jane Grace og Joan Jett, sem er í uppáhaldi hjá rokkuðum gay stelpum, komu fram.

Jett og Cyrus tóku saman lagið ,,Different”á eftirminnilegan hátt.

Have you ever taken flak from the bullies on attack ’cause you’re different
They laugh and call you names but that ain’t no badge of shame just ’cause you’re different
People gonna stare, you unsettle them and scare ’em ’cause we’re different
Walking down the street, when you pass they take a peek there’s something different.

 

Miley kom út úr skápnum, alla vega kom í ljós í viðtali við Associated Press þar sem hún tjáði blaðamanni frá því að langt því frá öll hennar sambönd hefðu verið við karlmenn. Þegar hún bætti svo við að henni finndist hún í raun hvorki geta skilgreint sig sem kvenkyns né karlkyns þá varð einhvern veginn auðveldara að skilja hver Miley í raun er.

Að einhver noti frægð sína og fjármuni til þess að aðstoða samkynhneigða unglinga og bjarga þeim af götunni er stórkostlegt. Það er líka frábært þau ungmenni sem eru í kynáttunarvanda að fá staðfestingu á því að það sé bara alveg í lagi að upplifa það
Bruce Jenner sem nýlega opinberaði ferli sitt sem trans-kona fyrir fólki um allan heim stuðlaði einnig að auknum skilningi á málinu.

En það er hópur fólks sem hafnar því að velja sér ákveðinn kassa. Samkvæmt Genderqueer Identities Tumblr þá finna flestir tengingu við bæði kynin, falla einhvers staðar á milli skilgreininga eða hreinlega upplifa sig án kynjaflokkunar.

Miley er ekki fyrst frægra til að hafna kynjaflokkun, en hún er þó líklega frægasti einstaklingurinn sem gerir það. Grínistinn Eddie Izzard, sem nýlega var með uppistand í Hörpunni, er transvestite og segist vera alvöru strákur og half stelpa að auki. Rapparinn Angel Haze tilkynnti á Twitter að þau séu ,,agender” og notar fornafnið þau um sig.

Það er ljóst að þetta verkefni Miley og þau orð sem hún hefur látið falla í viðtölum um kynhneigð sína muni koma til með að hafa mikil áhrif á ungt fólk sem tengir sig við LGBT. Það er líka jákvæð tilbreyting að stórstjarna noti áhrif sín á þennan hátt.

Miley Cyrus brást við þessari umfjöllun á Instagram: ,,EKKERT getur/mun skilgreina mig! Frelsi til að vera HVAÐ SEM ER!!!”

Þýtt héðan.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!