KVENNABLAÐIÐ

Hugmyndir að millibitum sem hjálpa þér að grennast

Ef þú ert að reyna losa þig við aukakíló fyrir sumarið þá getur verið erfitt að vita hvað má fá sér milli mála. Það er sem betur fer til hollur millibiti sem getur í raun hjálpað þér að missa nokkur kíló. Þú þarft að velja millibita sem inniheldur prótein, trefjar og nauðsynleg næringarefni sem seðja hungrið, gefa þér orku og kemur jafnvægi á blóðsykurinn.
Oft fær fólk sem er í megrun móral útaf millibitum en svo lengi sem þú velur hollt þá getur það í raun hjálpað þér að ná markmiðum þínum. Þú átt aldrei að svelta þig.

1. Hnetur

 

nuts
Fullkominn millibiti sem inniheldur góða fitu. Passaðu þig bara á að borða ekki of mikið af þeim. Gott að hafa með sér í poka í veskinu hvert sem er. Heslihnetur, kasjúhnetur, möndlur, pistasíuhnetur, það er fullt af mögueikum. Prófaðu að borða nokkrar hnetur fyrir æfingu og sjáðu hversu góða orku þú færð.


2. Haframjöl

 

oatmeal
Haframjöl er ekki bara morgunmatur. Þú getur borðað lítinn bolla af hafragraut hvenær sem er dagsins. Trefjarnar halda meltingunni gangandi og kemur í veg fyrir að þú blásir út.


3. Egg

 

eggs
Fullkominn millibiti. Gott að vera búin að sjóða eggin kvöldinu áður og taka svo með sér í vinnuna/skólann. Egg inniheldur um 70 hitaeiningar og mikið prótein sem hjálpar þér að grennast.
4. Ferskir ávextir

 

fresh-fruit
Næst þegar garnirnar gaula rétt fyrir matartíma prófaðu þá að fá þér smá af ferskum ávöxtum eða berjum í staðinn fyrir kexið. Jarðaber, epli, appelsína, bláber eru allt frábærir kostir.


5. Ostur

 

cheese

Frábært leynivopn í baráttunni við aukakílóin. Rannsóknir sýna að mataræði ríkt af próteini og fitu er líklegra til árangurs en það sem er ríkt af kolvetnum. 1-2 bitar af osti með tómatsneið eða gúrku getur verið saðsamt og hollt. Ekki borða of mikið af osti þó. Við erum bara að tala um 1-2 bita.


6. Hrátt grænmeti

 

raw-vegetables
Frábær valkostur sem millibiti. Í staðinn fyrir að fá þér snakk með ídýfu prófaðu þá að fá þér brokkolí, gulrót, papriku eða eitthvað til að dýfa í ferskt salsa eða hummus. Gefur þér helling af orku, trefjum og næringarefnum sem líkaminn þarf á að halda.


7. Grískt jógúrt

 

greek-yogurt
Margir sem eru að reyna grenna sig sakna þess að fá ekki ís. Grískt jógúrt er frábær valkostur. Fullt af próteini sem kemur efnaskiptunum af stað og orkan helst yfir daginn. Svo er áferðin lík ís.


8. Popp

 

popcorn
Þú heldur kannski að popp sé ekki gott ef þú ert að reyna grenna þig en það er í raun frábær millibiti ef þú sleppir smjöri og salti. Poppar heima uppúr góðri olíu. Prófaðu að krydda það örlítið með cayenne pipar. Kemur efnaskiptunum af stað.


9. Grænkál

 

Kale
Ef þú ert rosalega orkulítil og átt erfitt með að komast í gegnum daginn þá gætir þú verið með járnskort. Grænkál er ríkt af nauðsynlegum næringarefnum sem gefa þér orku. Inniheldur mikið járn. Grænkál bakað með smá ólífuolíu er gómsætur millibiti.

Þýtt af healthyliving.com

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!