KVENNABLAÐIÐ

Hver eru einkenni frábærs kærasta?

Gott samband byggist á ótal þáttum og margt af þessu klassíska, ást, traust, virðing, heiðarleiki o.s.frv. skiptir gríðarlega miklu máli. Svo eru þættir sem strákar ættu að hafa í huga til að uppfylla skilyrðin um „góðan“ kærasta. Það eru nefnilega ansi margar stelpur þarna úti sem eru að kvarta yfir kærustum sínum. Vita strákar í raun hvað þarf til að vera frábær kærasti og hvernig á að fullnægja konum?

Auglýsing

1. Hann styður þig í öllu
Það lætur þér líða vel þegar þú ert svo stressuð fyrir einhverju og hann lætur þér líða eins og sigurvegara, sama hvernig fer. Hann lætur þér líða vel í hvert skipti sem þér líður eins og allur heimurinn sé á móti þér. Í hvert skipti sem þér líður illa þá lætur hann þér líða betur. Alveg sama hvaða vandamáli þú stendur frammi fyrir, hann sannfærir þig um það að þú sért svo sterk að þetta verði ekkert mál.

2. Hann er rómantískur
Strákar geta fengið stelpur til að fara út með sér og hitta sig en svo eru margir sem slaka á og „missa“ það þegar þeir fá hana til að byrja með sér. Ekki „deita“ gæja sem býst við því að þú vinnir alla vinnuna í sambandinu og gerir allt um leið og nýja brumið er farið af sambandinu. Frábær kærasti vill ekki að þú breytir þér fyrir hann því það er sjálfselskt. Hann elskar þig eins og þú ert.

3. Hann er áhugaverður
Lífið er of stutt til að vera að hugsa um aðra hluti þegar hann er að tala. Hver sem áhugamál þín og ástríður eru þá er alltaf gaman að vera í kringum hann og heyra hann tala um sín áhugamál. Hann kynnir þig fyrir hlutum sem þig óraði ekki fyrir að myndu höfða til þín.

4. Hann er áreiðanlegur
Eitt helsta merki um að þú hafir fundið þann „rétta“ er að hann er áreiðanlegur. Það er fullt af gæjum sem eru þarna úti sem eru frábærir í 2-3 vikur og svo fara þeir í ástand þar sem þú virðist ekki lengur skipta miklu máli. Það er ekki gott að vita aldrei á hverju þú átt von frá honum. Ef þú getur treyst því að hann sé alltaf til staðar fyrir þig og hann hvetur þig áfram þá er það frábært.

Auglýsing

5. Hann er til staðar þegar þú þarft á honum að halda
Þegar hann er sá sem þú leitar til þegar á móti blæs og hann lætur þér líða sterkari, betri og öruggari þá veist þú að hefur unnið stóra vinninginn. Hann er alltaf tilbúinn til að hjálpa þér og veita þér öxl til að gráta á þegar erfiðleika steðja að . Hann hvetur þig áfram og lætur þig slaka á í erfiðum aðstæðum.

6. Hann felur ekkert fyrir þér
Ekkert er ömurlegra en þegar þú kemst að því að hann er að fela eitthvað fyrir þér eða er að ljúga að þér. Kærasti sem getur ekki sagt þér allt og byrjar að fara á bakvið þig eða bara ekki segja þér hvernig honum líður mun enda illa. Góður kærasti getur sagt þér allt og trúir því að hann geti treyst á þig eins og þú á hann.

7. Gott að tala við
Það skiptir gríðarlega miklu máli í sambandi að geta talað saman. Að geta komið hreint fram og sagt sínar skoðanir, langanir og tjáð líðan. Það skiptir líka máli að hafa gaman að samtölum ykkar, geta hlegið og skemmt ykkur bara tvö saman.

8. Kurteisi og hegðun
Þakkar hann afgreiðslukonunni fyrir þegar hún réttir honum matinn? Getur hann haldið uppi kurteislegu hjali við fólk? Ef svo er þá eru það merki um að hann er góður náungi. Maður sem kemur vel fram við aðra, alveg sama við hvern, menn og málleysingja, er eftirsóknarverður.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!