KVENNABLAÐIÐ

12 fæðutegundir sem brenna fitu

Þessar 12 fæðutegundir hjálpa þér að brenna fitu ef þú neytir þeirra daglega og hreyfir þig eitthvað á hverjum degi. Það geta verið æfingar sem þú gerir heima fyrir – sjá hér eða ferð í göngutúr, sund, ræktina eða hvað sem er.

shutterstock_110145431


Grape

C-vítamín vinnur að niðurbroti á fitu. Borðaðu hálft grape á hverjum morgni fyrir morgunmat eða hálftíma fyrir hverja máltíð.

shutterstock_133083617


Svartur pipar

Piperine sem er mikilvægt efni í svörtum pipar og kemur í veg fyrir myndun fitufruma í líkamanum. Svartur pipar eykur einnig hraða efnaskipta.

shutterstock_92037011


Kanill

Kanill er þekktur fyrir að lækka blóðsykurinn og kemur þannig í veg fyrir að okkur langi í sætindi. Bættu kanil í teið, kaffið, jógúrtið, hafragrautin eða hvað sem er.

shutterstock_113786020


Egg

Það besta við eggin er að þau innihalda fáar hitaeiningar en gefa okkur samt 7 gr af próteini og önnur nauðsynleg næringarefni. Rannsóknir hafa sýnt fram á að ef þú borða egg í morgunmat þá neytir þú færri hitaeininga það sem eftir er dags.

apple_main-420x0


Epli

Ávextir eru vinir þínir þegar kemur að því að reyna missa kíló. Frábær kostur sem millibiti því ávextir eru hollir en margir fullnægja sykurþörfinni á sama tíma. Epli innihalda mikið af trefjum og vatni og metta þig.

shutterstock_108432062


Grænt te

Ekki er hægt að leggja nógu mikla áherslu á mikilvægi græns tes í baráttunni við aukakílóin. Innihaldsefnið Phytochemical Catechins er þekkt fyrir að hraða á efnaskiptunum. Betra er að drekka það heitt því það eykur virknina.

shutterstock_147690128


Bláber

Því miður virkar ekki að fá sér bláber í muffins eða pönnukökum heldur þarf að borða þau eintóm eða út á hafragraut, jógúrt, í smoothy eða í salatið. Þau eru trefjarík, rík af andoxunarefnum og hálfur bolli af bláberjum eru aðeins 40 hitaeiningar.

shutterstock_97357556


Möndlur

Hnetur og möndlur hjálpa þér að brenna fitu. Þær eru ríkar af próteinum, trefjum, og hollum fitusýrum. Þægilegt að grípa í þær.

shutterstock_115902238


Chili

Inniheldur capsaicin sem er efni sem notað í öll helstu fitubrennsluefni í heiminum í dag en það er þekkt fyrir að minnka matarlyst.
Drykkur sem svínvirkar er heitt sítrónuvatn með hnífsoddi af cayenne pipar og matskeið af Neera sírópi.

shutterstock_87855436


Kaffi

Þvílík gleði að uppáhaldsdrykkurinn er á listanum og koffín hraðar á efnaskiptunum. Drekktu það í hófi og notaðu ekki mjólk, síróp eða sykur í kaffið. Smá kókosolía í kaffið virkar enn betur.

shutterstock_150166349


Quinoa

Útbreiddur misskilningur er að kolvetni fiti þig. Í raun er það þannig að það eru ekki kolvetnin sem fita þig heldur sum einföld kolvetni. Quinoa er trefjaríkt og inniheldur prótein sem veita þér mettunartilfinningu. Ólíkt öðru korni þá hækkar það ekki blóðsykurinn hjá þér og þig langar ekki í sykur og kolvetni.

shutterstock_122387992


Grænmeti

Ef þú heldur að þú getir létt þig án þess að borða grænmeti þá hafðir þú rangt fyrir þér. Grænmeti er pakkað af næringarefnum og þú ættir að borða a.m.k. 2-3 bolla af því á dag.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!